Hópur tölvuskæruliða, sem starfa undir frönskum dulnefnum, réðust síðdegis á EVE Online tölvuleikjavefsvæði fyrirtækisins CCP. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV og einnig að ekki sé hægt að spila leikinn né komast inn á vefsvæði CCP. Hópurinn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.
Í frétt RÚV kom fram að framkvæmdastjóri CCP hafi neitað að tjá sig um málið sökum þess að umfjöllun gefi hópum sem þessum byr undir báða vængi. Hópurinn réðst einnig á vefsvæði framleiðanda leikjanna Mine Craft og vefsíðunnar Escapist.
Eru þeir einnig taldir hafa ráðist á Playstation-vefþjóna Sony í alla vega tvígang að undanförnu.