Almannavarnir voru rétt í þessu að gefa út viðvörun um að hugsanlega væri að hefjast eldgos í Heklu. Tilkynnt var um vaxandi óróa í jörðu á sjötta tímanum og þenslumælar byrjuðu fyrir nokkrum mínútum að sýna breytingar. Þegar gaus í Heklu 1991 kom gos upp um stundarfjórðungi eftir að þenslumælar byrjuðu að sýna breytingar. Gos er líklega hafið, að sögn Ragnars Stefánssonar, jarðkjálftafræðings Veðurstofunnar.