Dómur í máli ákæruvaldsins gegn Atla Helgasyni

Hér á eft­ir fer í heild dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur í máli ákæru­valds­ins gegn Atla Helga­syni:

Árið 2001, þriðju­dag­inn 29. maí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykja­vík­ur, sem háð er í Dóm­hús­inu við Lækj­ar­torg af héraðsdómur­un­um Guðjóni St. Marteins­syni sem dóms­for­manni og Finn­boga H. Al­ex­and­ers­syni og Hjör­dísi Há­kon­ar­dótt­ur kveðinn upp dóm­ur í mál­inu nr: S-599/​2001: Ákæru­valdið gegn Atla Guðjóni Helga­syni, en málið var dóm­tekið 4. þ.m.

Málið er höfðað með ákæru út­gef­inni 14. mars 2001 á hend­ur:

,,Atla Guðjóni Helga­syni, kennitala 070367-5649,

Laxalind 13, Kópa­vogi,

fyr­ir eft­ir­greind hegn­ing­ar­laga­brot:

I.

Fyr­ir mann­dráp, með því að hafa, miðviku­dag­inn 8. nóv­em­ber 2000, veist að Ein­ari Erni Birg­is­syni, fædd­um 27. sept­em­ber 1973, á bif­reiðastæði í Öskju­hlíð í Reykja­vík, og banað hon­um með því að slá hann margoft í höfuðið með hamri.

Telst þetta varða við 211. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19, 1940.

II.

Fyr­ir fjár­drátt í op­in­beru starfi á ár­un­um 1999 og 2000 sem héraðsdóms­lögmaður í Reykja­vík og skipaður skipta­stjóri, með því að hafa dregið sér og notað í eig­in þágu sam­tals kr. 1.200.000, sem skipta­beiðend­ur í átta þrota­bú­um höfðu greitt í trygg­ing­ar­fé og ákærða hafði verið af­hent til að standa straum af kostnaði við bú­skipti. Fjár­hæðin sund­urliðast þannig: Kr. 450.000 11. ág­úst 1999, vegna þriggja þrota­búa á Reykja­nesi, kr. 600.000 17. des­em­ber 1999 og kr. 150.000 22. des­em­ber 1999, vegna fimm þrota­búa í Reykja­vík. Fjár­muni þessa varðveitti ákærði hvorki á sér­stök­um vörslu­fjár­reikn­ingi né hélt þeim aðgreind­um frá eig­in fé eins og skylt er.

Þessi brot telj­ast varða við 247. gr., sbr. 138. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga.

III.

Fyr­ir fjár­drátt í op­in­beru starfi sem héraðsdóms­lögmaður og skipta­stjóri í dán­ar­búi Agn­ars W. Agn­ars­son­ar, kennitala 100951-2749, er tekið var til op­in­berra skipta 16. ág­úst 1999, með því að hafa í októ­ber 2000 dregið sér og notað heim­ild­ar­laust í eig­in þágu kr. 1.170.977 af fé sem til­heyrði dán­ar­bú­inu og símsent hafði verið 10. októ­ber 2000 frá Deutsche Bank, Lü­beck, Þýskalandi, inn á banka­reikn­ing ákærða í Íslands­banka FBA hf., Mos­fells­bæ.

Telst þetta varða við 247. gr., sbr. 138. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga.

 

IV.

Fyr­ir fjár­drátt, með því að hafa á ár­inu 2000 dregið sér og notað heim­ild­ar­laust í eig­in þágu sam­tals kr. 4.020.080 af fjár­mun­um í eigu einka­hluta­fé­lags­ins Unit á Íslandi ehf., kennitala 450700-4440, Reykja­vík (áður GAP ehf.), sem hér grein­ir:

1. Hinn 19. sept­em­ber, dregið sér og notað heim­ild­ar­laust í eig­in þágu and­virði víx­ils að upp­hæð kr. 2.000.000, sem samþykkt­ur var til greiðslu af Unit ehf., í Búnaðarbanka Íslands hf., Aust­ur­bæj­ar­úti­búi, með gjald­daga 18. des­em­ber, út­gef­inn 18. sept­em­ber af ákærða og ábekt­ur af Ein­ari Erni Birg­is­syni. And­virði víx­ils­ins, kr. 1.886.700, var lagt inn á tékka­reikn­ing ákærða nr. 6709 í sama banka­úti­búi.

  1. Dregið sér og notað heim­ild­ar­laust í eig­in þágu sam­tals kr. 2.020.080 af tékka­reikn­ingi á nafni GAP ehf. við Lands­banka Íslands, Breiðholtsút­i­bú: kr. 1.500.000 hinn 27. sept­em­ber, kr. 220.080 hinn 30. októ­ber og kr. 300.000 hinn 10. nóv­em­ber. Tvær fyrst­greindu fjár­hæðirn­ar lagði ákærði inn á áður­greind­an tékka­reikn­ing sinn við Búnaðarbanka Íslands, Aust­ur­bæj­ar­úti­bú, en kr. 300.000 gengu til greiðslu á eig­in út­tekt­um ákærða með VISA-greiðslu­korti Unit ehf. nr. 4539 8700 0006 6249.

Telj­ast þessi brot varða við 247. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga.

 

Þess er kraf­ist að ákærði verði dæmd­ur til refs­ing­ar og hann verði, sam­kvæmt 68. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga, svipt­ur leyfi til mál­flutn­ings fyr­ir héraðsdómi.

 

Bóta­kröf­ur:

I.1 Guðlaug Harpa Gunn­ars­dótt­ir, kt. 020572-5079, Hlíðar­hjalla 44, Kópa­vogi, krefst þess að ákærði verði dæmd­ur til að greiða henni kr. 19.105.997 í bæt­ur fyr­ir missi fram­fær­anda auk drátt­ar­vaxta skv. III. kafla vaxta­laga nr. 25, 1987 frá 8.2.2001 til greiðslu­dags, kr. 5.000.000 í miska­bæt­ur með vöxt­um skv. 7. gr. vaxta­laga frá 8. nóv­em­ber 2000 til dóms­upp­sögu­dags en með drátt­ar­vöxt­um frá þeim degi til greiðslu­dags og loks kr. 25.643 vegna útlagðs kostnaðar með drátt­ar­vöxt­um af kr. 19.920 frá 8.2.2001 til 19.s.m., af kr. 21.527 frá þ.d. til 21.s.m., en af kr. 25.643 frá þeim degi til greiðslu­dags.

I.2. Al­dís Ein­ars­dótt­ir, kt. 170240-4999, Dala­landi 11, Reykja­vík, krefst þess að ákærði verði dæmd­ur til að greiða henni kr. 5.000.000 í miska­bæt­ur með vöxt­um skv. 7. gr. vaxta­laga nr. 25/​1987 frá 8. nóv. 2000 til dóms­upp­sögu­dags en með drátt­ar­vöxt­um skv. III. kafla vaxta­laga frá þeim degi til greiðslu­dags.

I.3. Birg­ir Örn Birg­is, kt. 230942-3319, Dala­landi 11, Reykja­vík, krefst þess að ákærði verði dæmd­ur til að greiða hon­um kr. 5.000.000 í miska­bæt­ur með vöxt­um skv. 7. gr. vaxta­laga nr. 25/​1987 frá 8. nóv. 2000 til dóms­upp­sögu­dags en með drátt­ar­vöxt­um skv. III. kafla vaxta­laga frá þeim degi til greiðslu­dags, auk þess er kraf­ist greiðslu á út­far­ar­kostnaði kr. 1.361.684 með drátt­ar­vöxt­um frá dóms­upp­sögu­degi.

 

II. Jón Ármann Guðjóns­son, hdl., krefst þess að ákærði verði dæmd­ur til að end­ur­greiða skipta­beiðend­um í þrota­bú­um sem í II. kafla ákæru grein­ir, sam­tals kr. 1.200.000: Sýslu­mann­in­um í Kópa­vogi, kt. 490169-4259, kr. 600.000 vegna fjög­urra þrota­búa;Toll­stjór­an­um í Reykja­vík, kt. 210359-7299 kr. 300.000 vegna tveggja þrota­búa; Höfðabakka hf., kt. 671289-1459 kr. 150.000 vegna eins þrota­bús og Íslands­banka hf., kt. 421289-4179 kr. 150.000 vegna eins þrota­bús, auk drátt­ar­vaxta af kr. 450.000 frá 11.08.99 til 14.12.99, þá af kr. 1.050.000 til 20.12.99, en þá af kr. 1.200.000 til greiðslu­dags.

III. Helgi V. Jóns­son hrl. krefst þess f.h. Unit á Íslandi ehf., kt. 450700-4440, Reykja­vík, að ákærði verði dæmd­ur til að greiða fé­lag­inu kr. 6.078.532 auk drátt­ar­vaxta og kr. 120.000 vegna vinnu lög­manns­ins í þágu kröfu­hafa."

Und­ir rekstri máls­ins var skaðabóta­kröfu Unit á Íslandi ehf. breytt og er end­an­leg krafa að fjár­hæð 4.140.080 krón­ur auk drátt­ar­vaxta skv. III. kafla laga nr. 25,1987 af kr. 2.000.000 frá 19. sept­em­ber 2000 til 27. sept­em­ber 2000, af kr. 3.500.000 frá 27. sept­em­ber 2000 til 30. októ­ber 2000, af kr. 3.720.080 frá 30. októ­ber 2000 til 10. nóv­em­ber 2000 og af kr. 4.020.080 frá 10. nóv­em­ber 2000 til greiðslu­dags.

Verj­andi ákærða krefst þess að hátt­semi ákærða sam­kvæmt I. kafla ákær­unn­ar verði færð und­ir 2. mgr. 218. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga. Kraf­ist er sýknu af sak­ar­efni í ákæru­liðum II til IV. Kraf­ist er sýknu af kröfu fyr­ir missi fram­fær­anda sem lýst er í kröf­ulið I.1, en til vara að sú fjár­hæð verði lækkuð veru­lega. Einnig er kraf­ist lækk­un­ar miska­bóta­kröfu Guðlaug­ar Hörpu Gunn­ars­dótt­ur. Þá er kraf­ist lækk­un­ar bótakrafna í liðum I.2 og I.3. Kraf­ist er lækk­un­ar út­far­ar­kostnaðar. Aðallega er kraf­ist sýknu af bóta­kröfu nr. II, en til vara veru­legr­ar lækk­un­ar og sama krafa er gerð krafa vegna III. bótakafla ákæru. Að öðru leyti vegna I. kafla ákæru er kraf­ist væg­ustu refs­ing­ar sem lög leyfa og að gæslu­v­arðhaldsvist ákærða komi til frá­drátt­ar dæmdri refsi­vist. Kraf­ist er mál­svarn­ar­launa að mati dóms­ins einnig fyr­ir verj­anda­störf á rann­sókn­arstigi máls­ins.

Upp­haf máls þessa er það sam­kvæmt skýrslu lög­regl­unn­ar í Kópa­vogi dags. 9. nóv­em­ber sl., að kl. 20.30 8. nóv­em­ber hringdi Guðlaug Harpa Gunn­ars­dótt­ir, sam­býl­is­kona Ein­ars Arn­ar Birg­is­son­ar, í lög­reglu og kvaðst far­in að ótt­ast um hann, en ekk­ert hafði spurst til hans frá því að hann fór að heim­an um kl. 10.00 að morgni 8. nóv­em­ber. Spurst var fyr­ir um Ein­ar Örn hjá lög­regl­unni í Reykja­vík en án ár­ang­urs. Þá er lýst í skýrsl­unni ýms­um ráðstöf­un­um lög­reglu vegna þessa. Um kl. 01.30 um nótt­ina óskuðu aðstand­end­ur Ein­ars Arn­ar eft­ir form­legri leit að hon­um, sem hófst eft­ir það. Víðtæk leit fór fram. Laust upp úr kl. 09.00 að morgni 9. nóv­em­ber fannst bif­reið Ein­ars Arn­ar á bif­reiðastæði við Hót­el Loft­leiðir. Með aðstoð leit­ar­hunds var reynt án ár­ang­urs að rekja slóð frá bif­reiðinni.

Ráða má af gögn­um máls­ins að grun­semd­ir vöknuðu um að ákærði væri vald­ur af hvarfi Ein­ars Arn­ar. Lög­regl­an hafði sím­sam­band við ákærða 9. nóv­em­ber og tekn­ar voru af hon­um vitna­skýrsl­ur 11. og 13. sama mánaðar. 14. nóv­em­ber var gerð hús­leit á heim­ili ákærða og starfstöð. Ákærði var hand­tek­inn 15. nóv­em­ber. Í skýrslu­töku hjá lög­reglu sama dag játaði hann að hafa banað Ein­ari Erni í Öskju­hlíð og síðan komið líki hans fyr­ir í hraungjótu nærri Grinda­vík. Lög­regl­an leitaði þar án ár­ang­urs, en ákærði vísaði síðan á staðinn og fannst lík Ein­ars Arn­ar laust fyr­ir kl. 03.00 aðfaranótt 16. nóv­em­ber. Tek­in var af ákærða skýrsla fyr­ir dómi 15. nóv­em­ber, er fyr­ir var tek­in krafa um gæslu­v­arðhald yfir hon­um. Þar játaði hann að hafa orðið Ein­ar Erni að bana 8. sama mánaðar.

Framb­urður ákærða hjá lög­reglu og fyr­ir dómi um af­drif Ein­ars Arn­ar hef­ur verið efn­is­lega á sama veg og framb­urður hans fyr­ir dómi 15. nóv­em­ber. Meðan rann­sókn lög­regl­unn­ar í Kópa­vogi á sak­ar­efni sem lýst er í I. kafla ákær­unn­ar stóð yfir var rík­is­lög­reglu­stjóra send beiðni um rann­sókn þeirra þátta sem lýst er II. til IV. kafla ákæru og var sak­ar­efnið sam­kvæmt þeim köfl­um rann­sakað þar.

Verður nú rak­inn framb­urður ákærða og vitn­is­b­urður fyr­ir dómi varðandi ein­staka ákæru­liði.

Ákæru­liður I

Ákærði ját­ar að hafa orðið Ein­ari Erni að bana. Hann kvað það ekki hafa verið ásetn­ing sinn að bana hon­um. Hafi hann verið grip­inn ofsa­hræðslu og kvaðst telja sig hafa verið að verj­ast. Hörmu­legt slys hafi orðið eft­ir rifr­ildi þeirra og átök í Öskju­hlíð 8. nóv­em­ber sl.

Ákærði kvað mik­inn vin­skap hafa verið með þeim Ein­ari Erni. Þeir hafi þekkst í mörg ár, og hefði hann fyrst veitt hon­um at­hygli í gegn­um knatt­spyrnu, sem þeir stunduðu báðir og léku þeir um tíma með sama fé­lagi. Þeir hafi alltaf haldið sam­bandi þar til Ein­ar Örn fór utan til að leika knatt­spyrnu. Eft­ir heim­komu Ein­ars hafi hann leitað til ákærða vegna lög­fræðilegra mál­efna og eft­ir það hafi tek­ist mjög góður vin­skap­ur með þeim. Þeir Ein­ar Örn áttu sam­an hluta­fé­lagið GAP ehf., sem rak sam­nefnda fata­versl­un við Lauga­veg, en ákærði kvaðst hafa tek­ist á hend­ur ábyrgð á fjár­skuld­bind­ingu vegna fé­lags­ins og versl­un­ar­inn­ar og taldi ákærði að hann hefði þannig geng­ist í ábyrgð fyr­ir 30 til 40 millj­ón­um króna.

Ákærði lýsti sam­skipt­um við Ein­ar Örn 8. nóv­em­ber sl. Ákærði hefði hringt í hann um morg­un­inn, en Ein­ar þá verið sof­andi. Ákærði kvaðst hafa sinnt ýms­um er­ind­um eft­ir þetta. Síðar sama morg­un hafi hann hringt aft­ur í Ein­ar, sem hafi ætlað að hringja aft­ur í ákærða skömmu síðar og gert það. Í því sím­tali hafi Ein­ar Örn sagst ætla að fara í versl­un þeirra upp úr kl. 12.00, en vildi hitta ákærða áður. Þeir hafi þá ákveðið að hitt­ast í Öskju­hlíð á stað þar sem þeir hafi oft hist áður. Ákærði kvaðst hafa lagt bif­reið sinni á bíla­plani sem þar er og haldið gang­andi á móti Ein­ari Erni, sem hafi tekið hann upp í bif­reið sína og ekið á bíla­stæðið þar sem bif­reið ákærða var fyr­ir. Á fundi þeirra í Öskju­hlíðinni hafi þeir tekið að ræða um rekst­ur versl­un­ar­inn­ar. Þá hafi Ein­ar Örn spurt ákærða um pen­inga sem ákærði hafði áður sagst ætla að leggja í rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Ákærði greindi þá frá því að hann hefði ekki þessa fjár­muni und­ir hönd­um. Hann hafi lýst því að sér fynd­ist ósann­gjarnt hvernig allt var á ann­an veg­inn í sam­skipt­um þeirra. Hafi þá komið upp deila á milli þeirra og ým­is­legt verið sagt sem bet­ur hefði verið ósagt. Deil­urn­ar hafi magn­ast og hafi Ein­ar Örn ýtt ákærða sem ýtti til baka. Ákærði lýsti því svo að sér hafi fund­ist ,,allt vera orðið brjálað". Hann hafi staðið við bif­reið sína farþega­meg­in er Ein­ar Örn hafi slegið til hans og reynt síðan að sparka í hann. Ákærði kvaðst hafa ýtt á móti. Hann hafi þá forðað sér heil­an hring í kring­um bíl­inn þar til hann opnaði aft­ur­dyrn­ar farþega­meg­in, þar sem hafi verið mikið af alls kon­ar verk­fær­um. Hann var með verk­færi í bíln­um bæði vegna vinnu hans í versl­un­inni við Lauga­veg og á heim­ili sínu. Þar kvaðst ákærði hafa gripið ham­ar, sem hann hugðist ógna Ein­ar Erni með. ,,Ein­ar Örn kom þá vaðandi og sló ég hann þá með hamr­in­um". Ákærði mundi eft­ir einu ham­ars­höggi, en gat ekki full­yrt um það hvar það lenti. Við höggið hafi Ein­ar Örn fallið utan í bíl­inn og til jarðar. Ákærði kvaðst muna illa eft­ir því sem gerðist á þess­ari stundu og kvað at­b­urði hafa verið óraun­veru­lega í huga sér. Hann sá fyr­ir sér ein­stakt brot úr at­b­urðarás­inni. Hann mundi eft­ir Ein­ari Erni liggj­andi í jörðinni og kvaðst hafa reynt lífg­un­ar­tilraun­ir á hon­um. Taldi hann Ein­ar Örn vera lát­inn, kvaðst hann hafa séð og fundið að Ein­ar andaði ekki.

Ákærði var spurður um fjölda högga og kvaðst hann muna eft­ir einu, kannski tveim­ur. Hann kvaðst í fyrstu ekki hafa getað veitt Ein­ari Erni þá fjóra höfuðáverka, sem lýst er í krufn­inga­skýrslu Þór­unn­ar Stef­fen­sen rétt­ar­meina­fræðings og sem vikið verður að síðar, en síðar kvaðst hann ekki trúa því að hann hefði getað veitt hon­um alla áverk­ana. Hann kvaðst telja að sum­ir þeirra hljóti að hafa komið til við flutn­ing Ein­ars Arn­ar í hraunið við Grinda­vík.

Ákærði kvaðst hafa sturlast og hlaupið út á veg til að at­huga hvort þar væri um­ferð, en ein­hvern tíma í þess­ari at­b­urðarás ætlaði hann að leita aðstoðar. Af ein­hverj­um ástæðum hætti hann við það og hljóp að bíl sín­um, opnaði skottið og kom Ein­ari Erni þar fyr­ir. Hann lýsti því að af ein­hverj­um or­sök­um hefði hann ákveðið að leyna at­b­urðinum. Hann lýsti því hvernig hann reyndi að afmá verks­um­merki á staðnum, svo sem með því að setja í bif­reið sína blóðugt grjót og þá reyndi hann að afmá blóð á vett­vangi. Hann kvaðst hafa fært bíl Ein­ars Arn­ar á bíla­stæði við Hót­el Loft­leiðir, en mundi ekki hvort hann gerði það er hér var komið sögu, eða eft­ir að hann kom frá Grinda­vík. Því næst ók ákærði á brott í átt­ina til Hafn­ar­fjarðar. Hann lýsti leiðinni sem hann ók með Ein­ar Örn í far­ang­urs­rými bif­reiðar sinn­ar uns hann kom hon­um fyr­ir í hraungjótu nærri Grinda­vík. Hann lýsti því er hann tók Ein­ar Örn úr far­ang­urs­rými bíls­ins og dró hann niður bratta hlíð, þar sem hann missti takið á hon­um svo hann féll niður og heyrði ákærði þá brot­hljóð og hug­leiddi hann að þá hefði Ein­ar Örn háls­brotnað. Hann taldi einnig að ein­hverj­ir áverk­anna á höfði Ein­ars, sem rétt­ar­meina­fræðing­ur taldi af­leiðing­ar ham­ars­höggs, hefðu komið við þetta fall. Hann lýsti því er hann kom Ein­ari Erni fyr­ir í hraungjótu skammt frá veg­in­um og huldi með hraun­mol­um og plast­poka. Hann kvaðst hafa geymt fatnað af Ein­ari Erni í far­ang­urs­geymslu bíls­ins og hent fatnaðinum sama dag og hús­leit var gerð á heim­ili hans og þá hafi hann einnig þrifið blóð sem var í far­ang­urs­geymslu bíls­ins.

Eft­ir að hafa komið Ein­ari Erni fyr­ir kvaðst ákærði hafa ekið til Reykja­vík­ur. Hann lýsti er­ind­um sem hann sinnti þenn­an dag og næstu daga á eft­ir, bæði ferðum í fyr­ir­tæki vegna versl­un­ar­inn­ar og per­sónu­leg­um er­ind­um sín­um. Þá greindi hann frá ferðum að nýju höfn­inni í Kópa­vogi, að Bessa­stöðum, Hafn­ar­fjarðar­höfn og inn að Elliðaám. Á þess­um stöðum kvaðst hann hafa losað sig við það sem hann taldi sönn­un­ar­gögn, svo sem farsíma, bíllykla, ham­ar, sem hann banaði Ein­ari með, blóðugum stein­um sem hann hafði sett í bíl­inn í Öskju­hlíð, og fleiri mun­um sem voru í bíln­um fyr­ir, en blóð hafði kom­ist á þá.

Ákærði kvað þessa at­b­urðarás alla óraun­veru­lega fyr­ir sér og mundi hann hana ekki ná­kvæm­lega. Hann kvaðst ekki hafa getað annað en greint frá því sem gerðist. Hann lýsti þeirri hugs­un sinni að annað hvort myndi hann deyja frá þessu eða segja frá. Hann kvað af­stöðu sína til játn­ing­ar­inn­ar hafa mót­ast af þessu, en ekki því á hvaða stigi rann­sókn máls­ins var.

Grét­ar Sæ­munds­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn í Kópa­vogi, kvað fyrstu frétt­ir lög­reglu af mál­inu hafa verið um kvöld­mat­ar­leytið 8. nóv­em­ber sl., er sam­býl­is­kona Ein­ars Arn­ar hringdi og lýsti áhyggj­um sín­um, þar sem ekk­ert hafði til hans spurst frá því hann fór að heim­an um morg­un­inn. Þess­um upp­hafsaf­skipt­um lög­regl­unn­ar og leit er lýst hér að fram­an og má vísa til þess sem þar greindi. Grét­ar lýsti síðan um­fangs­mik­illi leit sem gerð var af Ein­ari Erni.

Hann kvaðst hafa rætt við lög­reglu­mann sem leitaði á því svæði, þar sem bif­reið Ein­ars Arn­ar fannst að morgni 9. nóv­em­ber. Lög­reglumaður­inn kvaðst ekki geta full­yrt hvort bif­reið Ein­ars Arn­ar hefði verið við Hót­el Loft­leiðir er hann leitaði þar. Hugs­an­lega hefði sér yf­ir­sést bif­reiðin. Grét­ar ræddi við fleiri aðila sem leituðu á þessu svæði. Eng­inn þeirra gat slegið því föstu að bif­reið Ein­ars Arn­ar hefði ekki getað verið við hót­elið er leit­in fór fram. Þá lýsti Grét­ar rann­sókn máls­ins hjá lög­regl­unni í Kópa­vogi og sam­starf­inu við önn­ur embætti við rann­sókn­ina. Hann lýsti meðal ann­ars rann­sókn á vett­vangi í Öskju­hlíð þar sem leitað var að blóði með öll­um þekkt­um til­tæk­um aðferðum án ár­ang­urs. Þá lýsti hann aðstæðum á vett­vangi, þar sem lík Ein­ars Arn­ar fannst. Ekki hafi verið unnt sök­um veðurs að leita blóðs þar, utan á þeim stað þar sem líkið fannst. Grét­ar kvað leit hafa verið gerða að þeim mun­um sem ákærði lýsti að hann hefði hent. Af þess­um mun­um fund­ust ein­ung­is bíllykl­ar í Elliðaárósi.

Björg­vin Sig­urðsson rann­sókn­ar­lög­reglumaður lýsti vinnu sinni við rann­sókn máls­ins. Hann tók m.a. ljós­mynd­ir. Hann staðfesti skýrsl­ur sem hann ritaði þar um. Hann lýsti rann­sókn á ætluðum vett­vangi í Öskju­hlíð og leit þar að blóði með öll­um til­tæk­um aðferðum án ár­ang­urs. Í skýrslu sem rituð var um þessa rann­sókn seg­ir að það sé mat Björg­vins og sam­starfs­manns hans, Ómars Pálm­ars­son­ar rann­sókn­ar­lög­reglu­manns, að vett­vang­ur­inn í Öskju­hlíðinni hafi ekki verið eini vett­vang­ur þeirr­ar at­b­urðarás­ar sem leiddi Ein­ar Örn til dauða. Hann lýsti því hvernig kom­ist var að þess­ari niður­stöðu, meðal ann­ars með því að draga álykt­an­ir af blæðingu sem þeir töldu að hafi átt sér stað er tekið var mið af höfuðáverk­um á líki Ein­ars Arn­ar. Rann­sókn­in í Öskju­hlíðinni fór fram er liðnir voru 11 dag­ar frá at­b­urðinum. Ekki væri hægt að úti­loka að eðli­leg­ar skýr­ing­ar væru á því að ekki væri blóð á vett­vangi í Öskju­hlíðinni, en vitn­inu var í þessu sam­bandi kynnt­ur framb­urður ákærða um það hvernig hann reyndi að afmá verks­um­merki á staðnum. Hann lýsti því að við rann­sókn á bif­reið ákærða hafi mátt ráða að far­ang­urs­geymsla bíls­ins hefði verið þrif­in ný­lega. Björg­vin kvað ekki hafa verið unnt að rann­saka vett­vang í hraun­inu, þar sem lík Ein­ars Arn­ar fannst. Á þeim tíma hafi tekið að snjóa og snjór legið yfir svæðinu næstu tvo mánuði.

Ómar Þ. Pálma­son rann­sókn­ar­lög­reglumaður staðfesti vinnu sína við rann­sókn máls­ins en hann tók m.a. ljós­mynd­ir og fór á vett­vang er líkið fannst og var viðstadd­ur krufn­ingu. Hann staðfesti það álit sitt sem fram kem­ur í skýrslu hans og Björg­vins Sig­urðsson­ar, að vett­vang­ur­inn í Öskju­hlíð væri ekki eini vett­vang­ur­inn sem leiddi til dauða Ein­ars Arn­ar. Má í þessu sam­bandi vísa til þess sem lýst var í vitn­is­b­urði Björg­vins Sig­urðsson­ar, sem var rak­inn hér að fram­an. Hann kvað hins veg­ar ekk­ert annað í gögn­um máls­ins sem gerði þeim kleift að álykta um það hver væri hugs­an­lega ann­ar vett­vang­ur en sá í Öskju­hlíðinni. Hann kvað ekki hafa verið aðstæður til að leita að blóði í hraun­inu, þar sem lík Ein­ars Arn­ar fannst.

Har­ald V. Har­alds­son rann­sókn­ar­lög­reglumaður lýsti vinnu sinni við rann­sókn máls­ins. Hann lýsti leit­inni að Ein­ari Erni og því er hann fannst í hraungjótu við Grinda­vík eft­ir ábend­ingu frá ákærða. Hann lýsti því er Helgi Geir Sig­ur­geirs­son leigu­bíl­stjóri fór með hon­um í Öskju­hlíð og benti á staðinn þar sem Helgi Geir hafði séð tvo menn að morgni 8. nóv­em­ber sl. Það var sami staður og ákærði vísaði á sem vett­vang. Hann lýsti leit muna eft­ir ábend­ing­um ákærða. Lykl­ar var það eina sem fannst. Und­ir rann­sókn máls­ins benti ákærði á slag­ham­ar sem hékk á vegg í bíl­skúr lög­regl­unn­ar í Kópa­vogi. Ákærði greindi frá því að ham­ar­inn sem hann notaði við að bana Ein­ari Erni hefði verið svipaður hamr­in­um sem þar hékk uppi, en það hefði verið kúlu­ham­ar. Ham­ar­inn sem hékk uppi á vegg og ákærði benti á var 1 kg slag­ham­ar. Har­ald taldi að ákærði hafi frem­ur átt við lög­un ham­ars­ins en stærð er hann benti á ham­ar­inn.

Helgi Geir Sig­ur­geirs­son leigu­bíl­stjóri átti leið fram hjá bíla­stæðinu sem ákærði hef­ur lýst sem vett­vangi at­b­urðar­ins í þess­um ákæru­lið. Hann sá mann sitja und­ir stýri rauðrar Volkswagen Passat bif­reiðar og vera að tala í síma. Hann taldi að þetta hefði verið ákærði. Hann veitti þessu ekki sér­staka at­hygli og ók fram hjá en kom til baka sömu leið skömmu síðar. Þá var ekki maður í bíln­um, en hann mætti þá grá­um Volkswagen Golf um það bil 30 til 40 metr­um frá bíla­stæðinu. Í þess­um bíl voru tveir menn. Hann kvað bíl­inn hafa verið á leiðinni inn á bíl­stæðið, þar sem Passat bif­reiðin var fyr­ir. Hann taldi sig þekkja Ein­ar Örn sem öku­mann Golf bif­reiðar­inn­ar og hefði hann verið hlægj­andi er hann mætti bíln­um.

Rut Ein­ars­dótt­ir, versl­un­ar­stjóri í versl­un GAP, hóf störf þar síðastliðið sum­ar og hafði aðallega sam­skipti við Ein­ar Örn vegna þess. Hún kvað sér hafa virst ákærði og Ein­ar Örn vera góðir fé­lag­ar og eng­inn ágrein­ing­ur á milli þeirra. Hún hafði sím­sam­band við Ein­ar Örn að morgni miðviku­dags­ins 8. nóv­em­ber og boðaði hann komu sína í versl­un­ina um há­deg­is­bilið. Um og eft­ir há­degið hringdi ákærði og spurðist fyr­ir um Ein­ar Örn. Ákærði greindi henni frá þung­lyndi Ein­ars Arn­ar og að sam­búð hans gengi erfiðlega. Hún lýsti síðan sam­skipt­um sín­um við ákærða eft­ir þetta. Hún kvaðst ekki vera inní fjár­mál­um GAP ehf., en Ein­ar Örn ræddi þau aldrei við hana.

Sigþór Júlí­us­son, versl­un­ar­maður hjá GAP, lýsti kynn­um þeirra Ein­ars Arn­ar. Hann hóf störf hjá GAP er versl­un­in opnaði. Hann kvað sér hafa virst allt leika í lyndi í sam­skipt­um ákærða og Ein­ars Arn­ar. Vitn­is­b­urður hans varp­ar ekki ljósi á mála­vexti.

Bjarni Jó­hann Boga­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn lýsti rann­sókn á bif­reið Ein­ars Arn­ar og á bif­reið ákærða. Bjarni fór með blóðsýni til rann­sókn­ar í Nor­egi. Niður­stöðu þeirr­ar rann­sókn­ar er að finna meðal gagna máls­ins og verður vikið að því síðar.

Heiðdís Jóns­dótt­ir ráðgjafi lýsti sam­skipt­um ákærða og Ein­ars Arn­ar við Europay er varðaði kred­it­korta­samn­ing GAP ehf. við Europay. Hún kvað ákærða hafa komið og und­ir­ritað samn­ing fyr­ir hönd GAP ehf. eft­ir kl. 12.00, 8. nóv­em­ber sl. Vitn­is­b­urður henn­ar varp­ar ekki ljósi á mála­vexti.

Ingi Guðmunds­son sölu­markaðsstjóri, æsku­vin­ur Ein­ars Arn­ar, kom fyr­ir dóm­inn. Vitn­is­b­urður hans varp­ar ekki ljósi á mála­vexti og verður ekki rak­inn.

Þóra Stef­fen­sen rétt­ar­meina­fræðing­ur krufði lík Ein­ars Arn­ar 17. nóv­em­ber sl. Í krufn­inga­skýrslu henn­ar er ít­ar­lega lýst fjór­um höfuðáverk­um sem all­ir komu fram á ljós­mynd­um meðal gagna máls­ins. Í álykt­un­ar­kafla krufn­ings­skýrsl­unn­ar seg­ir meðal ann­ars: ,,Krufn­ing­in leiddi í ljós að dánar­or­sök Ein­ars var al­var­leg­ir höfuðáverk­ar og um er að ræða mann­dráp. Höfuðáverk­arn­ir eru af þeirri teg­und sem kallaðir eru sljó­ir (blunt) áverk­ar. Þess­ir áverk­ar á Ein­ari fel­ast í skurðum með und­ir­liggj­andi bein­brot­um, og á höfðinu heila­blæðing­um, dæld­um í vef­inn og heilam­ari. Áverk­arn­ir á hönd­un­um geta sam­rýmst varn­aráverk­um. Þó að áverk­arn­ir séu mjög al­var­leg­ir er ljóst að Ein­ar lést ekki sam­stund­is."

Loka­álykt­un Þóru er svohljóðandi: ,,Svo sem lýst var í fyrri skýrslu var dánar­or­sök Ein­ars Arn­ar Birg­is­son­ar höfuðáverk­ar. Skv. því sem fram kem­ur í lög­reglu­skýrsl­um voru áverk­arn­ir veitt­ir af öðrum manni (homicidum) með bar­efli og sam­rým­ist það þeim áverk­um er fund­ust á lík­inu sbr. eft­ir­far­andi.

Á líki mans­ins fund­ust eft­ir­tald­ir ytri áverk­ar á höfði (sjá einnig fyrri krufn­ing­ar­skýrslu):

A. Á vinstra kinn­beini var skálaga, beinn skurður (laceratio), 1,9 cm að lengd með blæðingu í und­ir­liggj­andi mjúkvefi og mörg brot á und­ir­liggj­andi kinn­beini.

B. Efst á enni vinstra meg­in var lít­il­lega boga­dreg­inn skurður, 3,8 cm að lengd.

C: Hægra meg­in á höfði ofan eyra var vínk­il-laga skurður, 5,6 cm að lengd.

D. Á hnakka var "X" laga skurður þar sem ann­ar arm­ur­inn mæl­ist 6,2 cm og hinn 3,3 cm.

Útlit var á þann veg að í mjúkvefj­um var brest­ur (skurðir, með lög­un sem lýst er að ofan og í fyrri skýrslu) og mar, og bein­in und­ir voru brot­in og höfðu dæld­ast inn á við og var blæðing og mar á heila svar­andi til áverka C og D. Það var staðfest með smá­sjárskoðun af heila sem sýndi fersk­ar blæðing­ar í hjarna­berki. Á svæði í heila und­ir­liggj­andi áverka B sást blæðing í heila­vef ein­vörðungu við smá­sjárskoðun. Einnig sáust í hjarna­berki í nán­asta um­hverfi blæðing­anna tauga­frum­ur með eðli­legu út­liti, svipuðu því er sést við súr­efn­is­skort eða mek­an­ísk­an áverka.

Lög­un sár­anna á húð og brot­anna í höfuðkúpu sam­rým­ist því að áverk­arn­ir hafi verið veitt­ir með slag­hamri (með ann­an end­ann flat­an, 1000 g). Af út­liti verður ekki ráðið í hvaða röð áverk­arn­ir voru veitt­ir, né er hægt að segja til um tíma­lengd milli hvers áverka um sig.

Áverki á vinstra kinn­bein olli skurði á húð og brot­um á und­ir­liggj­andi beini. Ekki er hægt að full­yrða að sá áverki hefði rotað Ein­ar ef hann hefði verið veitt­ur sem fyrsta högg, en lík­lega hefði hann vankast. Hver ein­stak­ur af hinum áverk­un­um þrem­ur á höfuðkúpu er nægj­an­leg­ur til að hafa getað valdið meðvit­und­ar­leysi um leið og áverk­inn var veitt­ur.

Höfuðhögg­in ollu heila­bjúg og súr­efn­is­skorti í heila­frum­um, sem smám sam­an hef­ur valdið stöðvun á hjart­slætti og önd­un

Af vefja­breyt­ing­um verður ekki ráðið með vissu hversu lang­an tíma þetta ferli tók, frá því að áverk­arn­ir voru veitt­ir og þar til hjartað stöðvaðist þar sem mjög tak­markaðar rann­sókn­ir eru til á þessu ferli í mönn­um. Í til­raun­um á dýr­um sjást fyrstu merki súr­efn­is­skorts (microvacu­olizati­on í tauga­frum­um) eft­ir tæp­lega tvær klukku­stund­ir. Þær breyt­ing­ar sjást ekki við smá­sjárskoðun á heila Ein­ars. Því er ekki hægt að segja til um hversu lengi Ein­ar var með lífs­mörk­um eft­ir að áverk­arn­ir voru veitt­ir. Ljóst er þó (af gráðu heila­bjúgs­ins) að Ein­ar lést ekki sam­stund­is. Hið mikla blóðtap sem Ein­ar hafði orðið fyr­ir (áber­andi blóðtómt hjarta og stór­ar æðar við krufn­ingu), bend­ir einnig til þess að dauðann hafi borið að garði á lengri tíma en ör­fá­um mín­út­um.

Ein­ar hlaut einnig önn­ur meiðsli á höfði, þar á meðal kjálka­brot. Ekki er unnt að segja til um hvort það var or­sakað af höggi frá slag­hamr­in­um eða af hnjaski við flutn­ing. Ljóst er þó að Ein­ar var enn á lifi er hann hlaut þann áverka því mik­il blæðing var í mjúkvefj­um um­hverf­is brotið. Einnig var til staðar fjólu­blátt glóðar­auga með bólgu vinstra meg­in, brot­in fram­tönn, tveir grunn­ir skurðir inna­ná neðri vör og óreglu­leg­ur grunn­ur skurður á hæ. auga­brún.

Mar­blett­ir sáust á hand­ar­bök­um og fingr­um Ein­ars (sjá lýs­ingu í fyrri skýrslu). Þess­ir áverk­ar geta sam­rýmst varn­aráverk­um en ekki er hægt að úti­loka að þeir hafi orðið til af hnjaski við flutn­ing.

Þær út­breiddu risp­ur er sáust á lík­ama Ein­ar eru til­komn­ar í kring­um and­látið (peri-mortem) og er ekki hægt að úti­loka að Ein­ar hafi ennþá verið með lífs­marki er hann hlaut þá áverka.

Eng­ir sjúk­dóm­ar, lyf, eit­ur­efni eða fíkni­efni fund­ust í lík­am­an­um sem hefðu getað verið meðverk­andi að dauða manns­ins.

Ítar­leg lyfja­leit var gerð í blóði og þvagi, og var nei­kvæð. (Eng­in lyf eða eit­ur­efni fund­ust með þeim aðferðum er notaðar voru)."

Þóra kom fyr­ir dóm­inn og staðfesti skýrsl­ur sín­ar og skýrði niður­stöður. Hún lýsti því að þrír af fjór­um höfuðáverk­um á líki Ein­ars Arn­ar hefðu sjálf­stætt getað valdið dauða og sömu áverk­ar hefðu á sama hátt valdið meðvit­und­armissi. Hún greindi frá því að ekki væri ör­uggt, að ákveðnum for­send­um gefn­um, að mikið blóð hefði komið frá höfuðáverk­un­um. Hún kvað erfitt fyr­ir leik­mann að greina lífs­mark með vissu eft­ir slíka áverka þar sem önd­un og hjart­slátt­ur trufl­ist, þannig að erfitt sé að greina hvort­tveggja. Hún lýsti áverk­um á höfði Ein­ars Arn­ar og því hvernig þeir kæmu heim og sam­an við bar­efli og sér­stak­lega ham­ar, sem ligg­ur frammi meðal gagna máls­ins. Ekki væri hægt að draga álykt­an­ir út frá höfuðáverk­un­um um hugs­an­lega þyngd ham­ars­ins sem áverk­arn­ir eru eft­ir. Ekki væri unnt að segja til um hversu lengi Ein­ar Örn var með lífs­marki eft­ir að hann hlaut þá fjóra höfuðáverka sem lýst var. Hins veg­ar kvað hún ljóst af út­liti dragá­verka á baki Ein­ars Arn­ar, sem tald­ir eru hafa komið við flutn­ing yfir hraunið, að hann hafi þá verið með lífs­marki eða ný­lát­inn. Hún taldi að ekki hefði verið unnt að bjarga lífi Ein­ars eft­ir hvern og einn hinna þriggja al­var­legri höfuðverka, sem lýst er að fram­an. Hún skýrði hvaða áverk­ar væri lík­legt að hlot­ist hefðu við flutn­ing Ein­ars Arn­ar í hraunið við Grinda­vík. Hún rök­studdi þá skoðun sína að úti­lokað væri að höfuðáverk­arn­ir fjór­ir sem hér um ræðir hafi hlot­ist við hátt fall í grýtta urð en sú niðurstaða helgaðist einkum af lög­un áverk­anna. Áverk­arn­ir væru eft­ir bar­efli. Hún kvaðst í lok­aniður­stöðu sinni taka mið af rann­sókn­um sem Hann­es Blön­dal pró­fess­or gerði er þau höfðu sam­an skoðað sýni sem rann­sökuð voru.

Hann­es Blön­dal pró­fess­or staðfesti rann­sókn sína á heila Ein­ars Arn­ar og skýrði niður­stöður. Hann kvað ljóst af áverk­um á heila Ein­ars Arn­ar, að hann hefði lifað eitt­hvað frá því að hann hlaut áverk­ana. Þetta verði ráðið af því, að hann hafi haft bjúg sem taki tíma að mynd­ast, en mynd­ist tæp­ast nema viðkom­andi sé með lífs­marki.

Gunn­laug­ur Geirs­son pró­fess­or staðfesti fyr­ir dóm­in­um álits­gerðir sín­ar vegna rann­sókn­ar blóðsýna. Hann staðfesti að blóð sem fannst á skó í eigu ákærða og í bif­reið hans hafi verið úr Ein­ar Erni og skýrði niður­stöður.

Tóm­as Zoëga geðlækn­ir vann geðrann­sókn á ákærða. Í niður­stöðukafla hans seg­ir svo: ,,Mat und­ir­ritaðs sem bygg­ir á löng­um viðtöl­um við Atla Guðjón Helga­son, lestri á máls­skjöl­um og viðtöl­um við ná­komna auk lækna sem hafa stundað Atla, er eft­ir­far­andi:

Með vís­an til 15. og 16. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/​1940 er það mat und­ir­ritaðs að eng­in merki séu um það að Atli sé eða hafi verið hald­inn geðveiki, and­leg­um vanþroska eða hrörn­un, rænu­skerðingu eða öðru sam­svar­andi ástandi sem hafi haft það í för með sér að hann geti ekki hafa stjórnað gerðum sín­um þegar um­rædd­ur at­b­urður átti sér stað.

Eins og fram kem­ur í skýrsl­unni hafði Atli Guðjón Helga­son mis­notað örv­andi efni um nokk­urt skeið og höfðu þau efni haft áhrif á hegðun hans og gerðir allra síðustu mánuði.

Of­an­ritað er gert eft­ir ít­ar­leg viðtöl og lest­ur á gögn­um sem fylgdu mál­inu og með fullu samþykki viðkom­andi."

Tóm­as skýrði og staðfesti rann­sókn sína fyr­ir dóm­in­um. Hann kvað erfitt að greina á milli hvort það sé meðvitað eða ómeðvitað að ákærði muni ekki at­b­urðarás­ina bet­ur en hann hef­ur lýst. Hann kvað ekk­ert hafa komið fram í rann­sókn sinni sem bendi til þess að um meðvitaða gleymsku ákærða sé að ræða. Fram kom í skýrslu Tóm­as­ar að ákærði mis­notaði bæði ephedr­in og am­feta­mín og bæði efn­in frá fyrri hluta sum­ars 2000. Hann lýsti áhrif­um lyfja­neysl­unn­ar og að ákærði hafi verið mjög upp­tek­inn af smá­atriðum og oftúlkaði mik­il­vægi smæstu atriða. Í skýrslu Tóm­as­ar seg­ir um þetta. "Sú spurn­ing vakn­ar, hvort Atli oftúlk­ar augnaráð vin­ar síns, sem sýn­ist verða til þess að Atli fyll­ist skelf­ingu og gríp­ur til ham­ars­ins." Tóm­as kvað ekki hægt að slá neinu föstu um það hvort lyfja­neysla ákærða, sem hann lýsti, hefði haft áhrif á gerðir hans. Tóm­as kvað fyrst og fremst um ákveðin lík­indi að ræða í því sam­bandi, en ekki væri hægt að slá neinu föstu um það með vissu.

Niðurstaða ákæru­liðar I.

Ákærði er sak­hæf­ur.

Þrátt fyr­ir að ákærði kunni að hafa verið und­ir ein­hverj­um áhrif­um örv­andi efna á verknaðar­stund­inni eða haft frá­hvarf­s­ein­kenni eft­ir notk­un slíkra efna hef­ur það ekki áhrif á refs­ingu í mál­inu sbr. 17. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/​1940.

Ákærði kveðst muna að hafa slegið Ein­ar Örn eitt kannski tvö ham­ars­högg í höfuðið á bif­reiðastæðinu í Öskju­hlíð. Vísa má til þess sem að fram­an grein­ir varðandi minn­is­leysi ákærða um at­b­urðarás þenn­an dag allt frá því sem gerðist í Öskju­hlíðinni og áfram. Af niður­stöðu Þóru Stef­fen­sen rétt­ar­meina­fræðings má ráða að fjór­ir áverk­ar á höfði Ein­ars Arn­ar séu eft­ir bar­efli og þrír þess­ara áverka myndu hver fyr­ir sig hafa valdið dauða. Hún kvað úti­lokað að nokkr­ir þess­ara fjög­urra áverka hefðu hlot­ist við flutn­ing Ein­ars Arn­ar í hraun­inu við Grinda­vík.

Ákærði hef­ur játað að hafa ráðið Ein­ari Erni bana á bif­reiðastæði við Öskju­hlíð. Þótt ákærði muni ekki eft­ir því að hafa veitt Ein­ari Erni fleiri ham­ars­högg í höfuðið en eitt og ef til vill tvö, tel­ur dóm­ur­inn upp­lýst að fjór­ir áverk­ar á höfði Ein­ars Arn­ar séu eft­ir bar­efli, sem verður að ganga út frá að hafi verið ham­ar. Niðurstaða dóms­ins um þetta bygg­ist á framb­urði ákærða sem játaði að hafa slegið Ein­ar Örn með hamri og vitn­is­b­urði Þóru Stef­fen­sen. Af ljós­mynd­um af höfuðáverk­um Ein­ars Arn­ar má ráða að lög­un áverk­anna bend­ir ein­dregið til þess að þeir séu eft­ir bar­efli eins og ham­ar.

Dóm­ur­inn tel­ur þannig sannað að hluta með játn­ingu ákærða, en að öðru leyti með vitn­is­b­urði Þóru Stef­fen­sen rétt­ar­meina­fræðings og með öðrum gögn­um máls­ins, að ákærði hafi veist að Ein­ari Erni á bif­reiðastæði í Öskju­hlíð 8. nóv­em­ber sl. og banað hon­um með því að slá hann fjór­um sinn­um í höfuðið með hamri.

Ekki er við annað að styðjast en framb­urð ákærða um aðdrag­anda þessa at­b­urðar. Ekk­ert er fram komið í gögn­um máls­ins, sem bend­ir til þess að ákærði hafi fyr­ir fram verið bú­inn að taka ákvörðun um að bana Ein­ari Erni. Verður við það að miða að ásetn­ing­ur hans hafi orðið til er hann reiddi ham­ar­inn til höggs. Árás ákærða var ofsa­feng­in. Hann banaði Ein­ari Erni með því að slá hann fjór­um sinn­um í höfuðið með hamri. Þessa hátt­semi ber að mati dóms­ins að virða sem bein­an ásetn­ing ákærða til þess að bana Ein­ari Erni. Brot ákærða varðar því við 211. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/​1940.

Ákæru­liðir II og III

Ákærði kvað lýs­ingu í II. ákæru­lið rétta varðandi dag­setn­ing­ar, fjölda þrota­búa og fjár­hæðir og ját­ar að hafa ekki varðveitt fjár­mun­ina sem hér er ákært vegna á sér­stök­um vörslu­reikn­ingi. Hann neit­ar að hafa dregið sér fé og að hafa gerst sek­ur um fjár­drátt eins og ákært er fyr­ir. Hann kvaðst hafa unnið fyr­ir þess­um fjár­hæðum sem skipta­stjóri í þeim þrota­bú­um sem hér um ræðir.

Ákærði kvað lýs­ingu í III. ákæru­lið rétta varðandi fjár­hæðir og dag­setn­ing­ar. Hann neit­ar sök. Hann kvað af­stöðu sína til þessa ákæru­liðar helg­ast af sömu sjón­ar­miðum og fram komu varðandi ákæru­lið II. Hann kvaðst sem skipta­stjóri hafa unnið fyr­ir þeim fjár­hæðum sem ákært er vegna og því ekki um að ræða fjár­drátt. Hann kvaðst hafa lagt fram skjöl sem sýni þetta. Það sem hann hafi gert rangt var að gera ekki vinnu­skýrslu. Ákærði gerði grein fyr­ir vinnu sinni við dán­ar­búið.

Jón Ármann Guðjóns­son héraðsdóms­lögmaður var skipaður skipta­stjóri í stað ákærða í dán­ar­búi Agn­ars W. Agn­ars­son­ar, sem lýst er í ákæru­lið III og sem skipta­stjóri í þrota­bú­un­um, sem lýst er í ákæru­lið II. Hann kvað ljóst að nokk­ur vinna hafi verið fólg­in í skipt­um í dán­ar­búi Agn­ars. Lýsti hann því nán­ar. Hann kvað tíma­frekt að skipta dán­ar­bú­um er svo stend­ur á eins og í búi Agn­ars og lýsti því nán­ar. Hann kvað kröfu­skrár hafa legið fyr­ir vegna allra þrota­bú­anna sem lýst er í þess­um kafla ákær­unn­ar og í raun hafi allri vinnu sem nauðsyn­leg var verið lokið til að hægt væri að ljúka skipt­um þrota­bú­anna, sem öll voru eigna­laus. Hann hafi því ekki þurft að inna af hendi mikla viðbót­ar­vinnu við það sem ákærði hafi gert. Eng­inn skipta­beiðenda í þrota­bú­un­um hef­ur gert at­huga­semd við vinnu ákærða við búin.

Sigrún Erla Guðmunds­dótt­ir, yf­ir­maður bók­halds­deild­ar hjá Deloitte og Tousche hf., skoðaði gögn sem tengd­ust lög­fræðistofu ákærða í tengsl­um við rann­sókn lög­reglu í þess­um kafla ákæru. Hún kom fyr­ir dóm­inn og lýsti vinnu sinni, meðal ann­ars því að eng­in merki hefðu fund­ist um að ákærði hafi haldið vörslu­reikn­inga.

Niðurstaða ákæru­liða II og III.

Ákærði kvað lýs­ingu at­b­urða í þess­um ákæru­liðum rétta, utan að hann neit­ar því að um fjár­drátt hafi verið að ræða. Hann hafi sem skipta­stjóri unnið fyr­ir þeim fjár­mun­um sem hon­um er gefið að sök að hafa dregið sér.

Jón Ármann Guðjóns­son héraðsdóms­lögmaður, sem skipaður var skipta­stjóri í þrota­bú­un­um sem lýst er í II. kafla ákær­unn­ar og í dán­ar­búi sem lýst er í III. kafla, kvað enga kröfu hafa komið fram frá skipta­beiðend­um þrota­bú­anna um að ógilda ráðstaf­an­ir ákærða vegna þeirra. Þá lýsti hann mik­illi vinnu við dán­ar­bú Agn­ars W. Agn­ars­son­ar. Ráða má af vitn­is­b­urði Jóns Ármanns og fram­lögðum skjöl­um ákærða, að hann hafi innt af hendi tölu­verða vinnu vegna allra bú­anna. Ákærði varðveitti fjár­mun­ina ekki á sér­stök­um vörslu­reikn­ingi eins og hon­um bar. Það eitt og sér jafn­gild­ir því ekki að ákærði hafi dregið sér þá fjár­muni sem hon­um bar að halda aðgreind­um. Ekki er við annað að styðjast í mál­inu en framb­urð ákærða um það, að hann hafi átt rétt á þess­um fjár­mun­um vegna vinnu sinn­ar og þessi niðurstaða fær stoð í vitn­is­b­urði nú­ver­andi skipta­stjóra bú­anna, Jóns Ármanns Guðjóns­son­ar héraðsdóms­lög­manns. Sam­kvæmt þessu tel­ur dóm­ur­inn að þrátt fyr­ir að ákærði hafi ekki gætt forms­reglna við meðferð þess fjár sem ákært er vegna sé ósannað að hann hafi dregið sér og notað það heim­ild­ar­laust og í auðgun­ar­skyni en skil­yrði fjár­drátt­ar er að verknaður­inn sé fram­inn í auðgun­ar­skyni, sbr. 243. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/​1940. Telja verður af því sem rakið hef­ur verið að ákærði hafi átt eða mátt telja sig eiga rétt­mæta kröfu til launa sem skipta­stjóri í þess­um búum. Ber sam­kvæmt þessu að sýkna ákærða af ákæru­liðum II og III.

Ákæru­liður IV.1

Ákærði neit­ar sök. Kveður hann víx­il­inn sem hér um ræðir hafa verið út­bú­inn eins og lýst sé í ákær­unni og and­virði hans hafi verið ráðstafað sam­kvæmt sam­komu­lagi ákærða og Ein­ars Arn­ar, en and­virðið hafi af þeirra hálfu verið hugsað sem þókn­un til ákærða vegna þess að störf hans á lög­manns­stofu hans höfðu fallið niður að miklu leyti vegna vinnu ákærða við fyr­ir­tæki þeirra Ein­ars Arn­ar.

Þor­steins Ólafs, úti­bús­stjóri Búnaðarbanka Íslands á Hlemmi, kom fyr­ir dóm­inn og lýsti kaup­um bank­ans á viðskiptavíxli í eigu ákærða, sem hér um ræðir. Ákærði hafi haft prókúru­um­boð fyr­ir Unit ehf. og hafi and­virði víx­ils­ins verið lagt inn á reikn­ing ákærða við bank­ann eins og hann hefði beðið um. Þor­steinn var spurður hvort hon­um hefði verið greint frá því hvernig víx­ill­inn var til kom­inn, þ.e. að and­virði hans hafi verið hugsað sem greiðsla til ákærða vegna þess að hann hafi ekki getað sinnt lög­manns­stofu sinni sem skyldi vegna starfa fyr­ir Unit ehf. Þor­steinn kvað þess­ar for­send­ur ekki al­veg ljós­ar í sínu minni. Hann minnt­ist þess ekki að hafa heyrt í Ein­ari Erni vegna víx­ils­ins.

Niðurstaða ákæru­liðar IV.1

Ekk­ert í gögn­um máls­ins er til þess fallið að hrekja framb­urð ákærða um það, að ráðstöf­un sú sem hér um ræðir hafi verið heim­il, en ákærði hafði prókúru­um­boð eins og lýst var. Búnaðarbank­an­um bár­ust eng­ar at­huga­semd­ir vegna þessa víx­ils sem ábekt­ur var af Ein­ari Erni. Sam­kvæmt þessu er ósannað gegn neit­un ákærða, að hann hafi dregið sér og notað heim­ild­ar­laust and­virði víx­ils­ins sem hér um ræðir og ber því að sýkna ákærða af þess­um ákæru­lið.

Ákæru­liður IV.2

Ákærði neit­ar sök. Hann kvað all­ar ráðstaf­an­irn­ar sem hér um ræðir hafa verið gerðar af hon­um sem prókúru­hafa og stjórn­ar­for­manni Unit ehf. og með samþykki Ein­ars Arn­ar. Hann neitaði þannig að hafa dregið sér og notað heim­ild­ar­laust þessa fjár­muni.

Hvað varðar 1 ½ millj­ón króna hinn 27. sept­em­ber sl. kvað ákærði Ein­ar Örn hafa komið að máli við sig og sagt þá verða að fara af land­inu dag­inn eft­ir í er­inda­gjörðum fyr­ir Unit ehf. Ákærði hafi ekki átt heiman­gengt. Þeir ákváðu þá, til að ákærði gæti komið með til út­landa, að ákærði fengi þessa fjár­hæð að láni og myndi end­ur­greiða eft­ir heim­komu. Þetta kvað ákærði hafa gengið eft­ir, en hluta­bréf séu nú vistuð í Lands­banka Íslands í nafni Unit ehf. Mis­mun á and­virði hluta­bréf­anna og skuld ákærða átti að ganga frá síðar.

Ákærði kvaðst hafa tekið 220.080 krón­ur út af reikn­ingi GAP í Búnaðarbank­an­um, eins og lýst er í þess­um ákæru­lið. Hann kvaðst hafa haldið með pen­ing­ana í versl­un GAP, þar sem hann greiddi Þórði Georgi Hjör­leifs­syni raf­virkja þessa fjár­hæð vegna vinnu hans fyr­ir GAP. Hann neitaði þannig að hafa dregið sér þessa fjár­muni.

Ákærði kvað 300.000 krón­urn­ar, sem lýst er í þess­um ákæru­lið, hafa verið færðar á milli reikn­inga, sem báðir voru í eigu Unit. Milli­færsla hafi verið gerð er ákærði var á fundi með úti­bús­stjóra Lands­banka Íslands í Breiðholti, en milli­færsl­an hafi verið gerð í ákveðnu skyni sam­kvæmt ráðlegg­ing­um úti­bús­stjór­ans. Ákærði neitaði þannig að hafa dregið sér þessa fjár­muni og notað í eig­in þágu. Hann kvað greiðsluna hafa verið notaða til að greiða greiðslu­kort í eigu Unit, en ákærði og Ein­ar Örn höfðu báðir greiðslu­kort í eigu fé­lags­ins.

Tóm­as Hall­gríms­son, úti­bús­stjóri Lands­banka Íslands í Breiðholtsút­i­búi, lýsti því er ákærði og Ein­ar Örn lýstu fyr­ir hon­um fyr­ir­ætl­un­um sín­um varðandi Unit ehf., að því er hann taldi í júlí síðastliðnum. Tóm­as kvað sér hafa lit­ist vel á fyr­ir­ætl­an þeirra og tekið fyr­ir­tækið í viðskipti hjá bank­an­um. Eng­ar skrif­leg­ar rekstr­aráætlan­ir hafi verið til vegna fyr­ir­tæk­is­ins, en farið hafi verið yfir áætlan­ir þeirra vegna fé­lags­ins. Lán­veit­ing­ar hafi einkum átt sér stað á grund­velli sjálf­skuld­arábyrgðar ákærða, en bank­inn taldi fjár­hags­stöðu hans góða og réðst þessi afstaða bank­ans á eigna­yf­ir­liti, sem hann lét í té. Tóm­as kvað ákærða hafa komið að máli við sig og þeir farið yfir reikn­inga Unit. Þeir hafi haft af því áhyggj­ur að de­bet­kort kynni að vera í um­ferð á reikn­ing­inn, sem 300.000 krón­urn­ar voru færðar af. Tóm­as minnti að hann hefði átt frum­kvæði að því af þess­um sök­um að milli­færa þessa fjár­hæð inn á VISA greiðslu­korta­reikn­ing Unit sem úr varð. Hann kvað Ein­ar Örn aldrei hafa gert at­huga­semd­ir við sam­skipti ákærða við bank­ann vegna Unit. Tóm­as staðfesti að bank­inn hefði að hand­veði hluta­bréf í eigu Unit. Ákærði af­henti þessi bréf sem viðbót­ar­trygg­ingu vegna fjár­skuld­bind­inga Unit. Ekki hefði verið gengið að veðinu.

Hjalti Ástbjarts­son, lög­gilt­ur end­ur­skoðandi, vann drög að árs­reikn­ingi Unit ehf. upp úr bók­haldi fé­lags­ins. Hann lýsti vitn­eskju sinni um fjár­mögn­un fyr­ir­tæk­is­ins og fleiru. Hann kvað sér hafa verið greint frá því að ákærði og Ein­ar Örn hefðu ætlað að reikna sér 350.000 króna mánaðarlaun hjá fé­lag­inu.

Ragn­ar Björn Ragn­ars­son, viðskipta­fræðing­ur og æsku­vin­ur Ein­ars Arn­ar, lýsti vinnu sinni við gerð áætl­ana, sem tengd­ust stofn­un og rekstri GAP ehf. og því hvernig Ein­ar Örn lýsti hug­mynd­um sín­um um rekst­ur­inn. Ekki er ástæða til að rekja vitn­is­b­urð hans frek­ar.

Þórður Georg Hjör­leifs­son raf­virki kvað ákærða hafa af­hent sér 200.000 króna greiðslu í nóv­em­ber síðastliðnum, en mundi ekki ná­kvæm­lega hvaða dag það var. Þetta hafi verið vinnu­laun sín vegna vinnu fyr­ir Unit ehf.

Bjarni Ólafs­son, æsku­vin­ur ákærða, lýsti kynn­um sín­um af hon­um. Hann kvað ákærða hafa aðstoðað sig vegna greiðslu­erfiðleika á síðastliðnu ári og 27. sept­em­ber síðastliðinn fékk hann um 1,3 millj­ón­ir króna frá ákærða, sem var að fara af land­inu í er­inda­gjörðum fyr­ir versl­un þeirra Ein­ars Arn­ar. Áður hafi hann fengið hjá ákærða eitt til tvöhundruð þúsund krón­ur. Ákærði gaf fyr­ir­mæli um hvernig ráðstafa skyldi þessu fé til greiðslu skulda í banka­stofn­un­um.

Niðurstaða ákæru­liðar IV.2

Ljóst er af því sem rakið er að fram­an, að ákærði ráðstafaði hluta af þess­um fjár­mun­um í þágu GAP ehf. og er því ekki um að ræða fjár­drátt af hans hálfu, svo er um greiðslu hans til Þórðar Georgs Hjör­leifs­son­ar raf­virkja og milli­færslu milli reikn­inga GAP, þótt það hafi verið vegna greiðslu­korts sem ákærði hafði til umráða. Að öðru leyti er ekk­ert í gögn­um máls­ins til þess fallið að hrekja framb­urð ákærða um að ráðstaf­an­ir þær, sem hér er ákært vegna, hafi verið sam­kvæmt sam­komu­lagi við Ein­ar Örn og verið heim­il­ar sam­kvæmt því og á grund­velli prókúru­um­boðs ákærða.

Sam­kvæmt þessu er ósannað gegn neit­un ákærða, að hann hafi dregið sér og notað heim­ild­ar­laust þær fjár­hæðir sem hér um ræðir. Ber því að sýkna ákærða af þess­um ákæru­lið.

 

Refsi­ákvörðun

Ákærði gekkst tvisvar sinn­um und­ir dómsátt á ár­inu 1988 fyr­ir of hraðan akst­ur en hef­ur ekki áður gerst brot­leg­ur við ákvæði al­mennra hegn­ing­ar­laga.

Eins og rakið var hér að fram­an tel­ur dóm­ur­inn að ásetn­ing­ur hafi mynd­ast hjá ákærða er hann reiddi til höggs með hamr­in­um sem hann banaði Ein­ari Erni með. Árás ákærða var ofsa­feng­in og sló hann Ein­ar Örn fjór­um sinn­um í höfuðið með hamri og hef­ur vilji ákærða á þeirri stundu verið styrk­ur og ein­beitt­ur, sbr. 6. tl. 70. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga. Eft­ir það ákvað ákærði að leyna at­b­urðinum og losaði sig við það, sem hann taldi sönn­un­ar­gögn. Eft­ir játn­ingu ákærða 15. nóv­em­ber sl. hef­ur hann skýrt greiðlega frá at­b­urðum. Dóm­ur­inn tel­ur eng­ar refsi­lækk­un­ar­ástæður vera fyr­ir hendi hjá ákærða. Hann ber fulla refsi­á­byrgð á gerðum sín­um.

Refs­ing hans þykir hæfi­lega ákvörðuð fang­elsi í 16 ár. Með vís­an til 76. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/​1940 skal óslit­in gæslu­v­arðhaldsvist ákærða frá 16. nóv­em­ber 2000 koma til frá­drátt­ar refsi­vist­inni.

Þess er kraf­ist að ákærði verði svipt­ur leyfi til mál­flutn­ings fyr­ir héraðsdómi, skv. 68. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/​1940. Með bréfi dag­settu 23. apríl sl. lagði ákærði mál­flutn­ings­rétt­indi sín inn til dóms­málaráðuneyt­is­ins. Sam­kvæmt bréfi ráðuneyt­is­ins dag­settu 2. þ.m eru mál­flutn­ings­rétt­indi ákærða óvirk.

Með vís­an til 2. mgr. i.f. 68. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga er rétt að verða við kröfu ákæru­valds­ins og svipta ákærða leyfi til mál­flutnigs fyr­ir héraðsdómi.

Bóta­kröf­ur

Við þing­fest­ingu máls­ins viður­kenndi ákærði bóta­skyldu skv. kröf­uliðum I.1, I.2 og I.3 og kvaðst gera það sem í sínu valdi stæði til greiða bæt­ur, sem dæmd­ar yrðu. Afstaða hans var söm und­ir aðalmeðferð máls­ins.

Verj­and­inn krefst sýknu af kröfu Guðlaug­ar Hörpu Gunn­ars­dótt­ur um bæt­ur fyr­ir missi fram­fær­anda og lækk­un­ar miska­bóta skv. þess­um kröf­ukafla ákær­unn­ar.

Með því að ákærði, sem er lög­lærður, hef­ur viður­kennt bóta­skyldu eins og lýst var mun dóm­ur­inn ekki taka af­stöðu til sýknu­kröfu verj­and­ans varðandi kröf­una um bæt­ur fyr­ir missi fram­fær­anda.

I.1

Krafa Guðlaug­ar Hörpu um bæt­ur fyr­ir missi fram­fær­anda er byggð á 13. gr. skaðabóta­laga nr. 50/​1993. Kraf­an er byggð á út­reik­ingi Jóns Erl­ings Þor­láks­son­ar trygg­inga­fræðings, sem kom fyr­ir dóm­inn og skýrði út­reikn­ing sinn. Við út­reikn­ing­inn var miðað við um­sam­in laun Ein­ars Arn­ar hjá Unit ehf. sem hafi verið 350.000 krón­ur á mánuði, auk þess sem bætt var við áætluðum 6% fram­lagi í líf­eyr­is­sjóð. Útreikn­ing­ur Jóns Erl­ings er svo­felld­ur:

Tekj­ur __

% 4.200.000

252.000

4.452.000

Örorka % 100 Árlegt tap 4.452.000

Höfuðstólsstuðull 14,161 63.044.772

Vext­ir, 4,5% frá dán­ar­degi til út­reikn­ings­dags % 1,02 641.884

Bæt­ur fyr­ir 100% ör­orku með vöxt­um til 8/​2 2001 63.686.656

Bæt­ur til maka, 30 % 19.105.997

Jón Erl­ing­ur Þor­láks­son reiknaði bæt­urn­ar að nýju með breytt­um for­send­um og var niður­stöðutal­an þá 16.609.610 krón­ur.

Staðfest er með vott­orði Hag­stofu Íslands, að Guðlaug Harpa og Ein­ar Örn voru skráð með sam­eig­in­legt lög­heim­ili frá 1. ág­úst sl. þar til Ein­ar Örn lést. Fram kem­ur í grein­ar­gerð með kröfu Guðlaug­ar Hörpu, að þau Ein­ar Örn hófu sam­búð í mars sl. í íbúð sem hún átti. Hún seldi þá íbúð er þau Ein­ar Örn keyptu sam­an íbúð í Kópa­vogi, þar sem þau bjuggu þar til Ein­ar Örn lést. Hún sagði starfi sínu lausu hjá Flug­leiðum síðastliðið haust og hóf nám í Kenn­ara­há­skóla Íslands. Höfðu þau Ein­ar Örn ákveðið að hann myndi standa straum af öll­um út­gjöld­um, svo sem fæði og uppi­haldi.

Í 13. gr. skaðabóta­laga er fjallað um bæt­ur fyr­ir missi fram­fær­anda til maka eða sam­búðarmaka. Sam­kvæmt at­huga­semd­um með frum­varp­inu er ekki skil­yrði bóta­rétt­ar sam­búðarmaka skv. 13. gr. að sam­búð hafi staðið til­tek­inn lág­marks­tíma. Eins og sam­búð Guðlaug­ar Hörpu og Ein­ars Arn­ar var háttað og lýst var að ofan, og hef­ur ekki verið and­mælt af ákærða, tel­ur dóm­ur­inn að sam­búðarform þeirra upp­fylli kröf­ur 13. gr. skaðabóta­laga og að Guðlaug Harpa eigi rétt á bót­um fyr­ir missi fram­fær­anda sem sam­búðarmaki Ein­ars Arn­ar. Útreikn­ing­ur­inn sem kraf­an er byggð á tek­ur mið af 350.000 króna mánaðar­tekj­um Ein­ars Arn­ar. Ekki hafa verið lögð fram gögn sem sýna að fyr­ir­tækið hafi getað staðið und­ir þeim laun­um, hvorki til skamms tíma né er horft er fram í tím­ann. Sam­kvæmt þessu er ekki upp­lýst að þær tekj­ur sem út­reikn­ing­ur­inn er byggður á séu raun­hæf­ar. Þykir sam­kvæmt þessu skorta frek­ari gögn til að renna stoðum und­ir þenn­an kröf­ulið og er ekki unnt að leggja efn­is­dóm á kröf­una eins og hún er sett fram. Ber sam­kvæmt því að vísa kröf­unni um bæt­ur fyr­ir missi fram­fær­anda frá dómi.

Miska­bótakrafa Guðlaug­ar Hörpu er byggð á 26. gr. skaðabóta­laga, þar sem seg­ir að heim­ilt sé að láta þann sem veld­ur dauða manns greiða maka miska­bæt­ur. Dóm­ur­inn tel­ur að skýra beri þetta ákvæði svo að það taki til sam­búðarforms Ein­ars Arn­ar og Guðlaug­ar Hörpu og hún sé maki í skiln­ingi þessa laga­ákvæðis og eigi sam­kvæmt því rétt á miska­bót­um úr hendi ákærða. Ljóst er að Guðlaug Harpa hef­ur orðið fyr­ir þung­bæru áfalli við frá­fall Ein­ars Arn­ar. Hún hef­ur síðan leitað sér lækn­is- og sál­fræðiaðstoðar. Mar­grét Bárðardótt­ir sál­fræðing­ur kom fyr­ir dóm­inn og lýsti and­legu áfalli Guðlaug­ar Hörpu og þung­lyndi, sem hún hef­ur átt við að stríða eft­ir frá­fall Ein­ars. Hún hafi þurft lyfjameðferð auk sál­fræðimeðferðar. Miska­bæt­ur Guðlaug­ar Hörpu þykja hæfi­lega ákv­arðaðar 2.000.000 króna og skal fjár­hæðin bera vexti eins og grein­ir í dómsorði, en vaxta­kröf­unni var ekki and­mælt.

Kröfu Guðlaug­ar Hörpu um bæt­ur vegna útlagðs kostnaðar, að fjár­hæð 25.643 krón­ur hef­ur ekki verið and­mælt og er ákærði dæmd­ur til að greiða henni þá fjár­hæð auk vaxta eins og lýst er í dómsorði.

I.2

Miska­bótakrafa Al­dís­ar Ein­ars­dótt­ur er byggð á 26. gr. skaðabóta­laga, þar sem for­eldr­um er tryggður rétt­ur til miska­bóta er svo stend­ur á sem í þessu máli.

Ráða má af gögn­um máls­ins einnig kom fram und­ir aðalmeðferð þess, að náið og gott sam­band var milli Ein­ars Arn­ar og for­eldra hans. Miss­ir þeirra er mik­ill. Jör­und­ur Krist­ins­son, heim­il­is­lækn­ir Al­dís­ar og Birg­is Arn­ar, kom fyr­ir dóm­inn og lýsti áhrif­um son­ar­miss­ins á þau bæði. Hann kvað ým­is­legt hafa áhrif á líðan þeirra. Skaðinn væri þeim mun meiri eft­ir því sem áreitið væri meira og var nefnt sem dæmi í þessu sam­bandi að Al­dís hefði faðmað ákærða að sér á bæna­stund. Þykir mega líta til þess að það hafi verið henni sér­stak­lega þung­bært. Mik­il sár­indi, kvíði, ang­ist, svefntrufl­an­ir og van­líðan hafi gripið um sig. Frá­fall Ein­ars Arn­ar hafi áhrif á starfs­orku þeirra beggja. Bæði hafi þau þurft á lyfja­gjöf að halda vegna þessa at­b­urðar og var því lýst nán­ar. Miska­bæt­ur til Al­dís­ar Ein­ars­dótt­ur, móður Ein­ars Arn­ar, þykja hæfi­lega ákv­arðaðar 1.200.000 krón­ur auk vaxta, svo sem grein­ir í dómsorði, en vaxta­kröfu var ekki and­mælt.

I.3

Miska­bótakrafa Birg­is Arn­ar, föður Ein­ars Arn­ar, er byggð á sömu for­send­um og krafa Al­dís­ar. Vísað er til þess sem þar greindi og eru miska­bæt­ur til Birg­is Arn­ar ákv­arðaðar á sömu meg­in­for­send­um og til Al­dís­ar konu hans og hon­um dæmd­ar 1.000.000 króna í miska­bæt­ur auk vaxta eins og grein­ir í dómsorði, en vaxta­kröf­unni var ekki and­mælt.

Krafa Birg­is Arn­ar um út­far­ar­kostnað er byggð á 12. gr. skaðabóta­lag­anna. Verj­andi ákærða krefst lækk­un­ar þessa kröf­uliðar.

Sam­kvæmt 12. gr. skaðabóta­laga skal sá sem skaðabóta­ábyrgð ber á dauða manns greiða hæfi­leg­an út­far­ar­kostnað. Ein­ar Örn féll frá í blóma lífs­ins. Af gögn­um máls­ins sést að hann stundaði íþrótt­ir hjá mörg­um fé­lög­um. Bara af þeim sök­um ein­um átti hann marga vini og kunn­ingja sem fylgdu hon­um til graf­ar auk annarra. Þegar allt þetta er virt verður ekki annað ráðið af gögn­um máls­ins, en að út­far­ar­kostnaður sá sem kraf­ist er sé hæfi­leg­ur í skiln­ingi 12. gr. skaðabóta­laga og er ákærði dæmd­ur til að greiða þá fjár­hæð sem kraf­ist er auk drátt­ar­vaxta frá upp­sögu dóms­ins að telja, en vaxta­kröf­unni var ekki and­mælt.

II og III

Eft­ir niður­stöðum hér að fram­an í þess­um ákæru­liðum ber að vísa báðum skaðabóta­kröf­un­um sem hér um ræðir frá dómi.

Ákærði greiði all­an sak­ar­kostnað, utan að hann greiðir 3/​4 hluta af 1.000.000 króna verj­anda- og mál­svarn­ar­laun­um til Jóns Eg­ils­son­ar héraðsdóms­lög­manns á móti 1/​4 hluta, sem greiðist úr rík­is­sjóði en hluti þókn­un­ar­inn­ar er vegna vinnu verj­and­ans á rann­sókn­arstigi máls­ins.

Þá greiði ákærði 200.000 krón­ur í þókn­un til Lilju Jón­as­dótt­ur hæsta­rétt­ar­lög­manns sem fór með bóta­kröf­ur f.h. Guðlaug­ar Hörpu Gunn­ars­dótt­ur og 250.000 krón­ur í þókn­un til sama lög­manns vegna vinnu henn­ar við bóta­kröf­ur Al­dís­ar Ein­ars­dótt­ur og Birg­is Arn­ar Birg­is.

Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir sak­sókn­ari flutti málið fyr­ir ákæru­valdið.

Dóm­inn kveða upp héraðsdóm­ar­arn­ir Guðjón St. Marteins­son, sem dóms­formaður, Finn­bogi H. Al­ex­and­ers­son og Hjör­dís Há­kon­ar­dótt­ir.

DÓMSORÐ

Ákærði, Atli Guðjón Helga­son, sæti fang­elsi í 16 ár, en frá refsi­vist­inni skal draga óslitið gæslu­v­arðhald hans frá 16. nóv­em­ber 2000 að telja.

Ákærði er svipt­ur leyfi til mál­flutn­ings fyr­ir héraðsdómi.

Ákærði greiði Guðlaugu Hörpu Gunn­ars­dótt­ur 2.000.000 króna í miska­bæt­ur með vöxt­um skv. 7. gr. vaxta­laga frá 8. nóv­em­ber 2000 til dóms­upp­sögu­dags en með drátt­ar­vöt­um frá frá þeim degi til greiðslu­dags. Þá greiði ákærði Guðlaugu Hörpu 25.643 krón­ur með drátt­ar­vöxt­um af 19.920 krón­um frá 8. fe­brú­ar 2001 til 19. s.m., af 21.527 krón­um frá þeim degi til 21. s.m., en af 25.643 krón­um frá þeim degi til greiðslu­dags.

Ákærði greiði Al­dísi Ein­ars­dótt­ur 1.200.000 krón­ur og Birgi Erni Birg­is 1.000.000 króna í miska­bæt­ur með vöxt­um skv. 7. gr. vaxta­laga nr. 25/​1987 frá 8. nóv­em­ber 2000 til dóms­upp­sögu­dags, en með drátt­ar­vöxt­um skv. III. kafla vaxta­laga frá þeim degi að telja til greiðslu­dags.

Ákærði greiði Birgi Erni Birg­is 1.361.684 krón­ur með drátt­ar­vöxt­um frá upp­sögu dóms þessa að telja.

Kröfu Guðlaug­ar Hörpu Gunn­ar­dótt­ur um bæt­ur fyr­ir missi fram­fær­anda er vísað frá dómi.

Skaðabóta­kröf­um Jóns Ármanns Guðjóns­son­ar héraðsdóms­lög­manns og Helga V. Jóns­son­ar hæsta­rétt­ar­lög­manns fyr­ir hönd Unit á Íslandi er vísað frá dómi.

Ákærði greiði all­an sak­ar­kostnað, utan að hann greiðir 3/​4 hluta af 1.000.000 króna verj­anda- og mál­svarn­ar­laun­um til Jóns Eg­ils­son­ar héraðsdóms­lög­manns á móti 1/​4 hluta sem greiðist úr rík­is­sjóði.

Þá greiði ákærði 200.000 krón­ur í þókn­un til Lilju Jón­as­dótt­ur hæsta­rétt­ar­lög­manns sem fór með bóta­kröf­ur f.h. Guðlaug­ar Hörpu Gunn­ars­dótt­ur og 250.000 krón­ur í þókn­un til sama lög­manns vegna vinnu henn­ar við bóta­kröf­ur Al­dís­ar Ein­ars­dótt­ur og Birg­is Arn­ar Birg­is.

 

Guðjón St. Marteins­son

Finn­bogi H. Al­ex­and­ers­son

Hjör­dís Há­kon­ar­dótt­ir

 

 

Rétt end­ur­rit staðfest­ir,

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur, 29. maí 2001

 

E N D U R R I T

Ú R D Ó M A B Ó K

H É R A Ð S D Ó M S R E Y K J A V Í K U R

 

 

 

 

 

 

 

Málið nr. S-599/​2001

Ákæru­valdið

(Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir sak­sókn­ari)

gegn

Atla Guðjóni Helga­syni

(Jón Eg­ils­son hdl.)

 

 

 

Dóm­ur 29. maí 2001.

 

 

 

 

 

GSM, FHA, HH/​sj

 

 

 

 

 

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert