Stjórn Landverndar hefur komist að þeirri niðurstöðu að hafna beri framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun eins og þær eru fram komnar í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum. Segja samtökin að meiri og betri upplýsingar þurfi um áhrif framkvæmda á umhverfið, um líklega umhverfisröskun og um útfærslu á mótvægisaðgerðum til þess að meta megi umhverfiskostnað framkvæmda.