Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morð

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi í dag Þór Sig­urðsson í 16 ára fang­elsi fyr­ir að verða Braga Óskars­syni að bana á Víðimel í Reykja­vík í fe­brú­ar á síðasta ári. Þór viður­kenndi fyr­ir dómi að hafa ætlað að brjót­ast inn í hjól­b­arðaverk­stæði vopnaður kjötexi og slag­hamri og sveðju. Hann hitti Braga á leiðinni og í kjöl­farið varð hann hon­um að bana. Dag­ana á und­an hafði Þór verið í mik­illi neyslu fíkni­efna. Þór var einnig dæmd­ur til að greiða móður Braga eina og hálfa millj­ón króna í skaðabæt­ur.

Í dómi héraðsdóms seg­ir, að með ský­lausri játn­ingu ákærða, sem studd sé þeim rann­sókn­ar­gögn­um sem liggi fyr­ir í mál­inu, sé sannað að hann sé sek­ur um að hafa veist að Braga Óskars­syni á Víðimel í Reykja­vík aðfaranótt 18. fe­brú­ar sl. og banað hon­um með fjöl­mörg­um höggá­verk­um á höfuð. Notaði hann við það kjötexi og slag­ham­ar.

Þá kem­ur fram að Þór sé einn til frá­sagn­ar og verði að byggja á framb­urði hans um að hann hafi rek­ist á Braga heit­inn af til­vilj­un. Virðist æði hafa runnið á Þór og lík­legt sé að það hafi stafað af vímu­áhrif­um þeim sem hann var þá und­ir. Er Þór því fund­inn sek­ur um mann­dráp.

Geðlækn­ir sem rann­sakaði Þór taldi hann vera sak­hæf­an. Fram kem­ur í dómn­um að það sé álit lækn­is­ins að Þór eigi ekki við geðsjúk­dóma að stríða og ekki væru und­ir­liggj­andi nein­ir per­sónu­leika­brest­ir. Hann væri ung­ur maður með ágæt­ar gáf­ur og marga góða hæfi­leika, ró­leg­ur, en hefði byrjað ung­ur að drekka áfengi og hafi ánetj­ast fíkni­efn­um fyr­ir um tveim­ur árum og farið í mikla fíkn.

Verknaður­inn hefði verið fram­inn und­ir áhrif­um vím­unn­ar. Þór hefði fengið meðferðarmögu­leika á Vogi, en ekki þá tek­ist að ráða við þetta og hafi kannski ekki verið til­bú­inn að fara í meðferð. Það væri ef til vill óvana­legt við hans mál að um sé að ræða til­tölu­lega stutta neyslu­sögu af al­var­leg­um fíkni­efn­um, og einnig það að ekki séu nein­ir al­var­leg­ir per­sónu­leika­brest­ir und­ir­liggj­andi hjá hon­um. Hér sé því um að ræða hræðileg­ar af­leiðing­ar þess sem geti orðið þegar menn séu í mik­illi neyslu. Sagði lækn­ir­inn ólík­legt að Þór myndi fremja viðlíka glæp væri hann ekki und­ir áhrif­um fíkni­efna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert