Bessastaðahreppur heyrir sögunni til

Bessastaðahrepp­ur heyr­ir nú sög­unni til en nafni hans var breytt í Sveit­ar­fé­lagið Álfta­nes fimmtu­dag­inn 17.júní síðastliðinn. Þá lauk síðasta fundi hrepps­nefnd­ar Bessastaðahrepps og fyrsta fundi bæj­ar­stjórn­ar Álfta­ness, seg­ir á heimasíðu Sveit­ar­fé­lag Álfta­nes.

Þar seg­ir enn frem­ur að Gunn­ar Val­ur Gísla­son, bæj­ar­stjóri Álfta­ness, sveit­ar­stjóri hafi lesið upp upp bréf frá fé­lags­málaráðuneyti, þar sem til­kynnt var „að fé­lags­málaráðuneytið staðfesti samþykkt um stjórn og fund­ar­sköp sveit­ar­fé­lags­ins Álfta­ness“ og að „ráðuneytið staðfesti breyt­ingu á nafni sveit­ar­fé­lags­ins í Sveit­ar­fé­lagið Álfta­nes.”

Þá var Guðmund­ur G. Gunn­ars­son kjör­inn for­seti bæj­ar­stjórn­ar til eins árs og Snorri Finn­laugs­son vara­for­seti bæj­ar­stjórn­ar til eins árs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert