Vél vísindamannanna á leið til Reykjavíkur

Gosmökkurinn frá eldstöðvunum í Grímsvötnum. Myndin er tekin af þjóðvegi …
Gosmökkurinn frá eldstöðvunum í Grímsvötnum. Myndin er tekin af þjóðvegi 1 rétt austan við Ása í Skaftártungum. mbl.is/Jónas Erlendsson

Vél flugmálastjórnar er nú á leið til Reykjavíkur með vísindamenn sem skoðað hafa eldstöðvarnar í Grímsvötnum í morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Veðurstofunni kom skýjafar í veg fyrir að til eldstöðvanna sæist, alla vega framan af eftirlitsfluginu.

Reiknað er með að vísindamennirnir verði komnir í samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð skömmu fyrir hádegi og hefur verið boðað til blaðamannafundar er þeir koma til baka.

Matthew Roberts á eðlisfræðisviði Veðurstofunnar var mjög skýjað yfir jöklinum þegar síðast fréttist frá flugvélinni. Mökkurinn sást þó greinilega úr vélinni en ekki hafði reynst unnt að staðsetja eldsstöðvarnar sjálfar nákvæmlega. Þó var allt sem benti til þess að þær væru í suðvesturhorni Grímsvatna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert