SUS heldur upp á 75 ára afmæli

Sam­band ungra sjálf­stæðismanna fagn­ar 75 ára af­mæli í dag, en sam­bandið var stofnað í Hvanna­gjá á Þing­völl­um þann 27. júní 1930. Fyrsti formaður SUS var kjör­inn Torfi Hjart­ar­son, en nú­ver­andi formaður sam­bands­ins er Haf­steinn Þór Hauks­son.

Til að fagna af­mæl­inu munu ung­ir sjálf­stæðis­menn halda hátíðar­stjórn­ar­fund á Þing­völl­um í dag, þar sem Geir H. Haar­de, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi formaður SUS, flyt­ur ávarp. Í dag hefst jafn­framt greina­flokk­ur á vef ungra sjálf­stæðismanna með grein­um eft­ir fyrr­ver­andi for­menn SUS, sem skrifaðar eru í til­efni af­mæl­is­ins. Fyrsta grein­in er eft­ir Ásgeir Pét­urs­son, fyrr­ver­andi sýslu­mann og bæj­ar­fóg­eta, sem gegndi embætti for­manns SUS frá 1955 til 1957.

Heimasíða SUS

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert