Bensínverð aldrei hærra

Olíu­fé­lagið ehf. hækkaði eldsneytis­verð all­veru­lega í gær, eða um 3,60 krón­ur á hvern lítra af bens­íni, 2,40 kr. á dísil- og gasol­íu og lítra­verð á flota­ol­íu, flota­dísi­lol­íu og svartol­íu IFO 30 hækk­ar um tvær krón­ur.

Í til­kynn­ingu frá Olíu­fé­lag­inu kem­ur fram að hækk­un­ina megi rekja til þess að á síðustu tveim­ur mánuðum hef­ur heims­markaðsverð á olíu farið stöðugt hækk­andi. Mest hafi hækk­un­in orðið á bens­íni, eða 18,6%, frá 1. fe­brú­ar sl.

Þar að auki hafi staða krón­unn­ar gagn­vart er­lend­um gjald­miðlum farið versn­andi en banda­rísk­ur doll­ar var skráður á rúm­ar 62 krón­ur í byrj­un fe­brú­ar sl., en er nú skráður á rúm­ar 74 krón­ur.

Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda (FÍB), seg­ir það hafa legið ljóst fyr­ir að eldsneytis­verð ætti eft­ir að hækka og vís­ar því til stuðnings til hækk­andi heims­markaðsverðs og veik­ing­ar krón­unn­ar. Frétt­ir af hækk­un verðlags og nei­kvæðri verðlagsþróun eru mikið áhyggju­efni að mati Run­ólfs en nú er svo komið að bens­ín­lítr­inn hef­ur aldrei verið hærri. „Við erum að horfa á það að hátt í 60% af út­sölu­verði bens­ín­lítrans eru skatt­ar í rík­is­sjóð og það hlýt­ur að vera eðli­legt á svona tíma­punkti að stjórn­völd leiti allra leiða til að draga úr þeim verðhækk­un­um sem dynja á al­menn­ingi og neyt­end­um,“ seg­ir Run­ólf­ur og bæt­ir við að bens­ín vegi mjög hátt í vísi­tölu neyslu­verðs og þess held­ur mik­il­vægt fyr­ir stjórn­völd að grípa inn í.

Önnur fé­lög ekki enn hækkað

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert