Samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun Gallup um sjónvarpsáhorf er uppsafnað áhorf á RÚV 92,7% í vikunni sem könnunin fór fram í mars sl. Áhorf á Stöð 2 reyndist vera 74,3% og áhorf á Skjá 1 64,4%. Sirkus mældist með 35,1% áhorf. Uppsafnað áhorf á NFS, sem er með í fyrsta skipti í Gallup fjölmiðlakönnun reyndist vera 23,6%.
Vinsælasti þátturinn í sjónvarpi er Spaugstofan en alls horfðu 50,6% þjóðarinnar á þáttinn á RÚV. 39,4% horfðu á fréttir Sjónvarpsins, 37,3% á Gettu betur og 33,4% á Kastljós.
Á Stöð 2 reyndust flestir horfa á Idol Stjörnuleit eða 37,5%, 31,5% fylgdust með úrslitum í Idolinu og 27,2% horfðu á fréttir.
Á Sirkus horfðu 10,9% á American Idol sem var vinsælasti þátturinn á þeirri stöð en á Skjá 1 var það CSI með 19,3% áhorf. Kvöldfréttir voru vinsælastar á NFS með 6,1% áhorf.