Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar, sagði að þetta væri ekki alveg ný hugmynd en spennandi. Hún snerist um það að þau hús sem nú stæðu í Árbæjarsafni yrðu flutt út í austurenda Viðeyjar, þar sem gamla þorpið stóð, og mynduðu þar nýtt safn um sögu Reykjavíkur.
Erindið er frá Minjavernd, sem er fyrirtæki í sameiginlegri eigu ríkis og borgar, í samstarfi við þróunarfélagið Þyrpingu. Dagur sagði að fara þyrfti yfir það hvort þessar hugmyndir væru raunhæfar og hvaða kostnaður væri samfara þessum flutningi, þar sem meðal annars þyrfti að taka til athugunar þætti eins og fyrirkomulag, ferjusiglingar, skipulag í Viðey og í Ártúnsholtinu og rekstur.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.