Árbæjarsafn út í Viðey?

mbl.is/Ómar
Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is
FORMLEGT erindi varðandi mögulegan flutning Árbæjarsafns til Viðeyjar hefur borist Reykjavíkurborg og verður rætt á fundi borgarráðs í dag. Gert er ráð fyrir að torfbærinn og kirkjan verði áfram á sínum stað, en að öðru leyti verði byggt upp sérbýlishverfi þar sem safnið stendur nú, í stíl við það hverfi sem fyrir er í Ártúnsholtinu.

Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar, sagði að þetta væri ekki alveg ný hugmynd en spennandi. Hún snerist um það að þau hús sem nú stæðu í Árbæjarsafni yrðu flutt út í austurenda Viðeyjar, þar sem gamla þorpið stóð, og mynduðu þar nýtt safn um sögu Reykjavíkur.

Erindið er frá Minjavernd, sem er fyrirtæki í sameiginlegri eigu ríkis og borgar, í samstarfi við þróunarfélagið Þyrpingu. Dagur sagði að fara þyrfti yfir það hvort þessar hugmyndir væru raunhæfar og hvaða kostnaður væri samfara þessum flutningi, þar sem meðal annars þyrfti að taka til athugunar þætti eins og fyrirkomulag, ferjusiglingar, skipulag í Viðey og í Ártúnsholtinu og rekstur.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert