Fasteignaskattar lækkaðir í Árborg

Meirihluti Samfylkingar og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að fasteignaskattar í sveitarfélaginu verði lækkaðir nú þegar enn frekar en þegar er búið að gera undanfarna 12 mánuði. Við þessa ákvörðun var álagningarprósenta sveitarfélagsins lækkuð úr 0,37 í 0,3 af fasteignamati.

Fram kemur í tilkynningu að lækkunin hafi tekið gildi strax og íbúar sveitarfélagsins muni verða hennar varir við álagningu fasteignaskatts vegna ársins 2006. Á milli jóla og nýárs 205 samþykkti bæjarstjórn Árborgar að lækka fasteignaskatt af íbúðarhúsnæði úr 0,4% niður í 0,37%.

Einar Njálsson, bæjarstjóri, segir í tilkynningu, að ákvörðun um lækkun fasteignaskatta sé tekin í ljósi einstaklega góðrar afkomu sveitarfélagsins á nýliðnu ári og Árborg hafi með þessu styrkt stöðu sína gagnvart öðrum sveitarfélögum, sem geti talist vera á jaðarsvæðum höfuðborgarsvæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert