Hjóladagur í Árborg

Drífa Björt Ólafsdóttir var komin með nýjan hjálm og skoðun …
Drífa Björt Ólafsdóttir var komin með nýjan hjálm og skoðun á hjólið sitt og Gunnar stóri bróðir hennar var henni innan handar. mbl.is

Góð þátt­taka var á hjóla­degi í Árborg í dag. Þá gaf Kiw­an­is-klúbbur­inn Búr­fell öll­um börn­um í 1. bekk grunn­skól­ans reiðhjóla­hjálma og lög­regl­an skoðaði reiðhjól. Hjóla­dag­ur­inn er ár­leg­ur viðburður sem hald­inn er í byrj­un maí, þegar hjólafiðring­ur­inn er far­inn að grípa um sig.

Síðan var hjólað í fylgd lög­reglu og björg­un­ar­sveit­ar­bíls í grunn­skól­ann þar sem þátt­tak­end­ur fengu hress­ingu. Björg­un­ar­fé­lag Árborg­ar lagði að vanda til hús­næði fyr­ir hjóla­dag­inn og aðstoðaði við að stilla hjálma og skoða hjól.

Það viðrar ein­stak­lega vel til hjól­reiða þessa helgi og því gott að eiga traust­an hjálm.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert