Eldri borgarar íhuga framboð

Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í viðtali við Bændablaðið í dag, að til greina gæti komið að Landssambandið bjóði fram lista í alþingiskosningunum að ári sökum fálætis stjórnvalda í þeirra garð.

„Ég gæti vel hugsað mér að fara fram með góða menn með mér. Hvað um að fá menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson, Jón Sigurðsson eða aðra þungavigtarmenn í hópi eldri borgara til að toppa tvo lista í Reykjavík. Við gerðum könnun fyrir fjórum árum og þá kom í ljós að um 30% aðspurðra sögðust myndu kjósa lista eldri borgara og öryrkja. Það getur vel verið að við látum gera aðra könnun fyrir kosningarnar að ári. Við erum mjög vel vakandi fyrir þeim kosningaloforðum sem nú eru gefin og munum fylgja þeim fast eftir. Við höfum þegar gert miklar kröfur og það verður slagur um þær næsta vetur. Þá mega menn ekki gleyma því að við erum með gott bakland sem eru 52 félög eldri borgara í landinu sem mynda landssambandið,“ sagði Ólafur Ólafsson við Bændablaðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert