Skúli Böðvarsson, framkvæmdastjóri Agrice sem hefur samið um framleiðslurétt á skyri í Danmörku, sagði að Thise Mejeri framleiddi skyrið samkvæmt uppskrift skyr.is og markaðssetti það í eins 170 gramma dósum. Boðið er upp á þrjár bragðtegundir: Hreint skyr, með jarðarberjabragði og með peru/bananabragði. "Þetta er framleitt samkvæmt sömu hugmynd og skyr.is, en úr danskri mjólk," sagði Skúli. Hann sagði viðstadda hafa lýst mikilli ánægju með danska skyrið. "Hér voru gestir frá Hollandi, Svíþjóð og Bretlandi sem voru að fylgjast með því á hvaða máta þetta væri gert hér og fá upplýsingar frá danska mjólkurbúinu."
Ár er liðið frá því skrifað var undir samninga við Thise Mejeri um framleiðslurétt á skyrinu. Agrice, sem er að 2/3 í eigu Mjólkursamsölunnar og að þriðjungi í eigu skosks ráðgjafarfyrirtækis og Remedia, selur framleiðslurétt á skyri og fær framleiðslugjöld.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.