Mjög kalt er enn á norðan og austanverðu landinu. Á Akureyri snjóaði í nótt og var Öxnadalsheið lokuð um tíma vegna ófærðar. Veðurstofan varar við því að búast megi við talsverðri úrkomu á norðaustanverðu landinu á morgun. Sunnanlands er hins vegar spáð björtu en fremur köldu veðri.
Næstu daga er spáð áframhaldandi norðanátt, hvassviðri með talsverðri úrkomu norðaustantil á mánudag og þriðjudag, en síðan öllu hægari og mun draga úr mesta kuldanum þegar frá líður. Úrkomulaust verður að mestu sunnantil og allt að 8 til 10 stiga hiti þar yfir miðjan daginn.