Ruslatunna sprengd í loft upp á Höfn

Ruslatunna var sprengd í loft upp á útsýnisstað í Óslandi á Höfn í gærkvöldi. Heimagerðri sprengju hafði verið komið fyrir í tunnunni og varð hún það öflug að tunnan sprakk í tætlur. Lögreglan í Höfn segir svona uppátæki stórhættuleg og fólki stefnt í hættu, en sem betur fer var enginn á staðnum þegar tunnan sprakk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert