Íslandsvinir standa fyrir fjöldagöngu og útifundi á laugardag

Hér má sjá auglýsingu fyrir gönguna.
Hér má sjá auglýsingu fyrir gönguna. mbl.is/

Á laugardag munu Íslandsvinir standa fyrir fjöldagöngu í miðborg Reykjavíkur. Gangan mun hefjast klukkan 13 á Hlemmi og verður stefnan tekin á Austurvöll. Fram kemur í tilkynningu gengið verður fyrir verndun íslenskrar náttúru, fyrir uppbyggilegt atvnnulíf og fyrir sjálfstæði Íslendinga. En um leið verður gengið gegn gegn misnotkun á náttúruauðlindum og áframhaldandi stóriðjuframkvæmdum svo dæmi séu tekin.

Á Austurvelli verður haldinn útifundur með fjölbreyttri dagskrá. Fram koma hljómsveitirnar og tónlistarmennirnir Hjálmar, KK, Benni Hemm Hemm, Flís og Bogomil Font, auk skálda og annara listamanna. Þá segir að Sigurrós, Gus Gus og Leaves munu ganga með Íslandsvinum.

„Fulltrúar þeirra sem erfa skulu landið munu bera fram ósk um að erfa aðgang að óspjallaðri náttúru og byggilegt, ómengað land. Fræðslumyndband um áhrif stóriðju á smáríkið Ísland verður frumsýnt og upplýsingabæklingi verður dreift. Áskorun til stjórnvalda um að vernda menningararf Íslendinga, íslenska náttúru, efnahagslegt sjálfstæði, frumkvæði og sköpunarkraft verður flutt og þátttakendum göngunnar boðið að skrifa undir áskorunina,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert