Björgunarmenn stukku í fallhlífum á Hvannadalshnjúk

Hvannadalshnjúkur
Hvannadalshnjúkur mbl.is/RAX

Fjór­ir björg­un­ar­menn frá Flug­björg­un­ar­sveit­inni hafa stokkið úr Fokk­er-flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Björg­un­ar­miðstöðinni í Skóg­ar­hlíð í Reykja­vík munu fall­hlíf­ar­stökkvar­arn­ir hafa stokkið beint á staðinn þar sem fimm menn lentu í snjóflóði á Hvanna­dals­hnjúki um há­deg­is­bil í dag. Gert er ráð fyr­ir að þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar flyti fjóra björg­un­ar­menn til viðbót­ar að vett­vangi og fari síðan og sæki eldsneyti á Höfn í Hornafirði til að geta haldið áfram aðstoð.

Ekki er vitað til að staðið hafi verið að björg­un­araðgerðum áður með þess­um hætti.

Björg­un­ar­sveit­ar­menn eru á leið að rót­um Öræfa­jök­uls í snjó­bíl­um og á vélsleðum og er gert ráð fyr­ir því, að þegar þyrl­an hef­ur tekið eldsneyti verði fleiri björg­un­ar­sveit­ar­menn komn­ir að jökl­in­um og hægt verði að flytja þá á staðinn þar sem snjóflóðið féll.

Neyðarkall barst í dag klukk­an 12:30 frá fimm mönn­um, sem höfðu lent í snjóflóði í suður­hlíðum Hvanna­dals­hnjúks milli Dyr­ham­ars og hnjúks­ins. Munu menn­irn­ir hafa runnið um 300 metra með flóðinu. Að sögn stjórn­stöðvar Björg­un­ar­miðstöðvar­inn­ar í Reykja­vík sluppu menn­irn­ir all­ir úr flóðinu og eru þrír slasaðir. Einn er ökkla­brot­inn, ann­ar viðbeins­brot­inn og snú­inn á ökkla og sá þriðji er meidd­ur í and­liti. Tveir sluppu hins veg­ar ómeidd­ir. All­ir eru menn­irn­ir þrekaðir eft­ir að hafa lent í snjóflóðinu og þurfa aðstoð við að kom­ast til byggða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert