Framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið muni bregðast við ef viðræður Íslands og Bandaríkjanna skila ekki niðurstöðu

Jaap de Hoop Scheffer.
Jaap de Hoop Scheffer. Reuters

Jaap de Hoop Schef­fer, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO), sagði á vorþingi þing­manna­sam­bands banda­lags­ins, að Íslend­ing­ar væru full­gild­ir og traust­ir meðlim­ir í Atlants­hafs­banda­lag­inu, og banda­lagið muni bregðast við með viðeig­andi hætti ef samn­ingaviðræður Íslend­inga og Banda­ríkja­manna leiða ekki til viðun­andi niður­stöðu.

De Hoop Schef­fer var að svara spurn­ingu, sem Össur Skarp­héðins­son, alþing­ismaður, beindi til hans á þing­inu. Össur seg­ist hafa í ræðu sagt að sam­band Íslend­inga og Banda­ríkja­manna hefði versnað þar sem Banda­ríkja­menn hefðu í reynd brotið varn­ar­samn­ing Íslands og Banda­ríkj­anna með því að til­kynna ein­hliða niður­stöðu um brott­för hers­ins í miðjum samn­ingaklíðum.

Össur rifjaði upp að tví­hliða samn­ing­ur­inn hefði verið gerður að til­stuðlan Atlants­hafs­banda­lags­ins og fyr­ir þess hönd. Í fram­hald­inu spurði Össur fram­kvæmda­stjór­ann hvort NATO myndi hugs­an­lega koma inn í viðræðurn­ar ef þær leiddu ekki til niður­stöðu.

Einnig spurði Össur de Hoop Schef­fer sér­stak­lega út í hug­mynd­ir Letta, sem fyrst voru kynnt­ar í bréfi til Íslands­deild­ar þing­manna­sam­bands­ins og síðar reifaðar af þeim í ræðum á þing­inu um helg­ina, en þeir leggja til að NATO taki að sér eft­ir­lit og varn­ir í loft­helgi ríkja, sem ekki hafa her eða nægi­leg­an búnað til að gera það sjálf. Auk Íslands eru það Eist­land, Lit­há­en, Lett­land, Slóven­ía og hugs­an­lega Lúx­em­borg.

Að sögn Öss­ur­ar svaraði de Hoop Schef­fer því, að í fyrsta lagi liti hann ekki svo á að sam­band Íslend­inga og Banda­ríkja­manna hefði versnað. Í öðru lagi sagði hann Ísland full­gild­an meðlim Atlants­hafs­banda­lags­ins og það hefði sömu skyld­ur gagn­vart Íslandi og öðrum ríkj­um. „Við mun­um bregðast við sam­kvæmt því," hef­ur Össur eft­ir fram­kvæmda­stjór­an­um.

Össur seg­ir að þeir Magnús Stef­áns­son, alþing­ismaður, hafi rætt eins­lega í ör­stutta stund við de Hoop Schef­fer á eft­ir og þar hafi hann sagst von bráðar myndu koma til Íslands vegna máls­ins og eiga viðræður við ís­lenska ráðamenn. „Hann var nokkuð huldu­hrúts­leg­ur og sagðist hafa ým­is­legt að segja sem hann gæti ekki sagt op­in­ber­lega," seg­ir Össur á heimasíðu sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert