Töluvert minni kosningaþátttaka nú en 2002

Allt bendir til að kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum um helgina hafi verið öllu minni en þegar kosið var 2002 og 1998. Endanlegar tölur um kjörsókn liggja ekki alls staðar fyrir en fjöldi auðra og ógildra atkvæða í nokkrum sveitarfélögum er ekki ljós. Sé miðað við stærri sveitarfélög landsins þar sem tölur um kjörsókn hafa verið staðfestar virðist meðalkjörsókn vera á bilinu 78-79% en þegar kosið var fyrir fjórum árum var meðalkjörsókn yfir landið allt 83,2% og fyrir átta árum var kjörsóknin 82,3%.

Nánar er greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert