Veðurstofan spáir suðvestan 3-8 og síðar 8-13 m/s næsta sólarhringinn, en hægari vindi norðvestantil. Léttskýjað á A-landi og víða 15 til 20 stiga hiti í dag. Rigning eða súld annars staðar og hiti á bilinu 8 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga: Vestanátt og smáskúrir á föstudag, en léttir til síðdegis. Bjartviðri um helgina, en dálítil væta SV- og V-lands. Fremur hlýtt. Vætusamt og milt á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, en úrkomulítið á NA- og A-landi.