Máli Jónínu vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu

Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu Benediktsdóttur, segir í viðtali við Blaðið í dag að máli hennar gegn 365 prentmiðlum verði að líkindum áfrýjað til Mannréttindadómstóls Evrópu þegar í næstu viku. Hann segir niðurstöðu Hæstaréttar hafa valdið honum og skjólstæðingi sínum vonbrigðum, og það sé hans skylda að leita allra úrræða til þess að fá dómnum hnekkt. Slíkt gerist aðeins fyrir alþjóðlegum dómstólum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert