Rétt rúmlega hálfnaður með gönguna

Jón Eggert Guðmundsson.
Jón Eggert Guðmundsson. mbl.is/Steinunn

„Veðrið hefur verið alveg æðislega gott og eiginlega bara póstkortaveður," segir Jón Eggert Guðmundsson göngugarpur, sem gengur nú strandhringinn í kringum landið.

Þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærdag var hann staddur í Skagafirði þar sem hann tók sér daginn í hvíld og reyndi að byggja upp orkuforðann. „Ég reyni að fara í heita pottinn og borða prótínríkt fæði, fisk og kjöt, til að byggja upp orku," segir Jón Eggert sem er rétt rúmlega hálfnaður með gönguna en hann ætlar að ljúka henni í Reykjavík á Menningarnótt, 19. ágúst. Hann kláraði Lágheiði á föstudag og á eftir um 1.580 kílómetra, en býst við að enda daginn í dag um tíu kílómetra frá Hofsósi.

Jón Eggert lenti í nokkrum hremmingum í kuldakastinu sem gekk yfir Norðurland síðari hlutann í maí og raskaðist þá áætlun hans aðeins. Honum hefur hins vegar tekist að komast á áætlun á nýjaleik. "Áætlunin stenst alveg en ég tók nokkra 30 kílómetra daga til að leiðrétta og það gekk bara mjög vel," segir Jón Eggert sem annars gengur 25 kílómetra á dag.

Hægt er að fylgjast með framvindu göngu Jóns Eggerts frá degi til dags á vefsíðu göngunnar, http://strandvegaganga.blog.is/.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert