Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á sambýliskonu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á sambýliskonu sína, en konan fékk lífshættulegan áverka af völdum árásarinnar. Segir í niðurstöðum dómsins, að árásin hafi átt sér töluverðan aðdraganda og hún hafi verið unnin í mikilli geðæsingu eða reiði, sem konan hafði vakið hjá manninum.

Þá er jafnframt litið til þess að maðurinn hringdi á lögreglu þegar eftir árásina og játaði brot sitt að stærstum hluta fyrir dóminum.

Fram kemur í dómnum, að talið var sannað að maðurinn hefði hrint konunni í gólfið og sparkað af afli í neðanvert bak hennar með þeim afleiðingum að gat kom á smágirni, en það var talinn lífshættulegur áverki og þurfti konan að undirgangast skurðaðgerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert