Olíufélagið hefur ákveðið að hækka eldsneytisverð í dag. Bensín hækkar um 2,50 krónur lítrinn, en dísilolía, gasolía, flotaolía, flotadísilolía og svartolía hækka um 1,50 krónur lítrinn. Segir félagið að skýring hækkunarinnar sé hækkandi heimsmarkaðsverð undanfarna daga, auk þess sem staða krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur veikst.
Eftir hækkunina verður algengasta verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu 126,90 krónur lítrinn, en algengt verð á dísilolíulítra er 121,20 krónur.