Vonast eftir samstöðu um dagsetningu flokksþingsins

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segist vera að kanna mögulegar tímasetningar flokksþings framsóknarmanna, m.a. með tilliti til húsnæðis og fleira. Tillaga um dagsetningu flokksþingsins verði síðan lögð fyrir framkvæmdastjórn flokksins, áður en miðstjórnarfundurinn hefst annað kvöld.

Sigurður kveðst vonast til þess að framkvæmdastjórnin sameinist um tillögu um dagsetningu flokksþingsins sem lögð yrði fyrir miðstjórnarfundinn á föstudagskvöld.

Miðstjórnin, en í henni eiga um 150 manns sæti, tekur endanlega ákvörðun um dagsetningu flokksþingsins. Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður flokksins, sagði á Þingvöllum á mánudag, að flokksþingið yrði haldið snemma í haust, en Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, hefur á hinn bóginn sagt að honum finnist ekki óeðlilegt þótt þingið verði haldið fyrr.

Halldór hefur einnig ákveðið að láta af ráðherradómi, en formlegar viðræður milli hans og Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, um breytingar á ríkisstjórninni eru ekki hafnar, þótt þeir hafi ræðst við um þau mál. Heimildarmenn telja að viðræðurnar hefjist ekki að fullu fyrr en að loknum leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert