Ísland var fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Svartfjallalands

Hermaður við þjóðfána Svartfjallalands eftir að þing landsins lýsti yfir …
Hermaður við þjóðfána Svartfjallalands eftir að þing landsins lýsti yfir sjálfstæði um síðustu helgi. Reuters

Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Svartfjallalands. Er Geir H. Haarde utanríkisráðherra, sendi starfsfélaga sínum, Miodrag Vlahovic, bréf þar sem hann sagði það mikinn heiður að tilkynna honum fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar að Ísland viðurkenni Svartfjallaland sem sjálfstætt og fullvalda ríki varð hann fyrstur erlendra ráðherra til að senda slíkt viðurkenningarbréf.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, staðfesti í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að í gær hefði komið símtal frá Svartfjallalandi. „Þeir hringdu og þökkuðu fyrir og lýstu yfir mikilli ánægju af þeirra hálfu með bréfið frá okkar ráðherra, sem væri fyrsta viðurkenningarbréfið til að berast," sagði Ragnheiður Elín.

Geir tilkynnti Vlahovic, að Ísland væri reiðubúið til að taka upp formleg diplómatísk samskipti við Svartfjallaland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert