Kvennahlaupið teygir anga sína til Úkraínu

Þátttakendurnir í kvennahlaupinu í Úkraínu.
Þátttakendurnir í kvennahlaupinu í Úkraínu. mbl.is/Sigurgeir Jónasson

Kvennahlaup ÍSÍ var hlaupið víða um land í dag og meira að segja víðar en það. Sjö Eyjakonur sem staddar eru í Jalta í Úkraínu hlupu tæpa fimm kílómetra. Þær voru að sjálfsögðu í bolum kvennahlaupsins sem þær höfðu meðferðis.

Þær eru staddar ásamt eiginmönnum sínum í fimmtu utanlandsferð gönguklúbbs Reynistaðar í Vestmannaeyjum, oftast nefndum Dodda klúbburinn, en hann hefur verið starfræktur síðast liðin tíu ár. Konurnar í hópnum slógu körlunum þó við í dag með vaskri framgöngu til heiðurs konum á Íslandi.

Þátttakendur kvennahlaupsins í Úkraínu voru: Kristín Gísladóttir, Deng Guðmundsson, Edda Hauksdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Laufey Bjarnadóttir, Magnea Magnúsdóttir og Inga Eymundsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert