Fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæði fjölgaði um 26% í maí

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í maí var 779. Heildarupphæð veltu nam 22 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 28,2 milljónir króna. Er þetta 26,1% fleiri samningar og 29,4% meiri velta en í apríl og 7,4% fleiri samningar og 29,3% meiri velta en í maí í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins.

Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 12,9 milljörðum í maí, viðskipti með eignir í sérbýli 4,6 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 4,5 milljörðum króna.

Þegar maí 2006 er borinn saman við maí 2005 fjölgar kaupsamningum um 7,4% og aukning í veltu eykst um 28,3%. Þá var þinglýst 725 kaupsamningum og var upphæð veltu var 17,1 milljarður króna. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 23,6 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert