Heilsuverndarstöðin auglýst til sölu

Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg.
Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg.

Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg er auglýst til sölu eða leigu í Morgunblaðinu í dag en fyrirtækið Mark-Hús ehf. keypti hana af ríki og borg í nóvember á síðasta ári fyrir tæpan milljarð króna og fær húsið afhent 1. ágúst næstkomandi.

Fram hefur komið að starfsmenn í Heilsuverndarstöðinni eru óánægðir með fyrirhugaðan flutning starfseminnar upp í Mjódd en Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, segir að strax og tekin hafi verið ákvörðun um að selja Heilsuverndarstöðina hafi verið ljóst að flytja þyrfti starfsemina. Húsnæði undir hana hafi verið boðið út og tilboði lægstbjóðanda tekið, þar sem tilboð eigenda Heilsuverndarstöðvarinnar hafi verið talsvert hærra en tilboð sem barst vegna húsnæðisins í Mjódd.

Í Heilsuverndarstöðinni eru núna til húsa miðstöð heilsuverndar barna, miðstöð mæðraverndar, lungna- og berklavarnadeild, deild atvinnusjúkdóma og ofnæmisvarna, upplýsingatæknisvið, bókasafn og stjórnsýsla Heilsugæslunnar í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert