Samráðsþing um loftslagsbreytingar hefst í Reykjavík á morgun

Ólafur Ragnar Grímsson kynnir þing um loftslagsbreytingar, sem hefst á …
Ólafur Ragnar Grímsson kynnir þing um loftslagsbreytingar, sem hefst á morgun. mbl.is/Ómar

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands kynnti í dag sam­ráðsþing um lofts­lags­breyt­ing­ar sem hefst í Reykja­vík á morg­un og sótt verður af tæp­lega 200 full­trú­um 100 stór­fyr­ir­tækja, há­skóla og vís­inda­stofn­ana. Einnig kynnti hann víðtækt sam­starf ís­lenska vís­inda­sam­fé­lags­ins og ým­issa virt­ustu há­skóla ver­ald­ar, fund ungra leiðtoga á alþjóðavett­vangi sem verður á Íslandi í haust og fyr­ir­lest­ur dr Pachauri for­seta alþjóðlegs vís­indaráðs um lofts­lags­breyt­ing­ar.

Fram kom á blaðamanna­fundi, að Ólaf­ur Ragn­ar hef­ur und­an­farið beitt sér fyr­ir sam­ræðum áhrifa­fólks, vís­inda­manna og sér­fræðinga í lofts­lags­breyt­ing­um. Sér­stök áhersla hafi verið lögð á glím­una við hlýn­un jarðar og að tengja Ísland við lausn­ir á því sviði. Í þess­um sam­ræðum taka m.a. þátt ýms­ir fremstu vís­inda­menn ver­ald­ar og áhrifa­menn í alþjóðlegu viðskipta­lífi.

Á morg­un hefst á Nordica hót­el­inu alþjóðlegt sam­ráðsþing um lofts­lags­breyt­ing­ar. Þingið sækja tæp­lega 200 full­trú­ar um hundrað stór­fyr­ir­tækja, há­skóla og vís­inda­stofn­ana víða að úr ver­öld­inni, m.a. frá Banda­ríkj­un­um, Evr­ópu, Indlandi og Kína. Mark­mið þings­ins er að reyna á næstu miss­er­um að ná sam­stöðu um hvaða leiðir séu væn­leg­ar til að mæta orkuþörf framtíðar á þann hátt að hvorki lofts­lagi né líf­ríki jarðar sé ógnað. Meðal þeirra fyr­ir­tækja sem taka þátt í sam­ráðsþing­inu eru ýmis þekkt­ustu fyr­ir­tæki heims á sviði orku­fram­leiðslu, iðnaðar, fjár­mála, tækni og fleiri greina.

For­seti Íslands átti ásamt Jef­frey Sachs hag­fræðingi, for­stöðumanni Jarðar­stofn­un­ar­inn­ar við Col­umb­ia há­skól­ann í Banda­ríkj­un­um og sér­stök­um ráðgjafa Kofi Ann­an, þátt í að stofna til sam­ráðsþings­ins sem á ensku ber heitið Global Round­ta­ble on Clima­te Change. Þingið mun starfa í þrjú ár og eiga tvo fundi á ári hverju. Í tengsl­um við þingið starfa sér­stak­ar vinnu­stof­ur vís­inda­manna og hef­ur Þor­steinn Ingi Sig­fús­son pró­fess­or við Há­skóla Íslands tekið þátt í starfi þeirra.

Að loknu sam­ráðsþing­inu efn­ir Há­skóli Íslands til málþings í Hátíðarsal há­skól­ans miðviku­dag­inn 14. júní. Málþingið er öll­um opið og hefst kl. 9. Þar munu vís­inda­menn og sér­fræðing­ar fjalla um hreina orku­gjafa framtíðar, m.a. vetni og jarðhita, auk þess sem ný­stár­leg­ar hug­mynd­ir ís­lenskra og er­lendra vís­inda­manna um bind­ingu kolt­víoxíðs djúpt í jörðu verða kynnt­ar. For­seti Íslands mun draga sam­an meg­inniður­stöður málþings­ins í lok þess.

Ann­ar þátt­ur í viðleitni for­set­ans á vett­vangi umræðna og aðgerða vegna lofts­lags­breyt­inga eru fyr­ir­lestr­ar heimsþekktra vís­inda­manna í fyr­ir­lestr­aröðinni Nýir straum­ar sem for­set­inn stofnaði til fyrr á þessu ári. Dr. Raj­endra K. Pachauri for­seti Alþjóðlegs vís­indaráðs um lofts­lags­breyt­ing­ar mun flytja þriðja fyr­ir­lest­ur­inn í þess­ari röð næst­kom­andi miðviku­dag 14. júní kl. 13:15 í Öskju, húsi Nátt­úru­fræðideild­ar Há­skóla Íslands, og er sá fyr­ir­lest­ur öll­um op­inn. Fyr­ir­lest­ur­inn ber heitið „Sjálf­bær ver­öld: Ný stefna og tækni­lausn­ir”. Alþjóðlega vís­indaráðið um lofts­lags­breyt­ing­ar (IPCC) var sett á stofn af ríkj­um heims til að meta hætt­una á lofts­lags­breyt­ing­um og skýrsl­ur þess hafa lagt grund­völl að alþjóðleg­um samn­ing­um. Um 3000 vís­inda­menn víða að úr ver­öld­inni taka þátt í störf­um vís­indaráðsins og hef­ur dr. Pachauri stýrt því starfi.

Þriðji þátt­ur­inn er að bjóða til Íslands í haust hópi ungra leiðtoga á alþjóðavett­vangi úr viðskipt­um, þjóðmál­um, vís­ind­um og tækni sem munu í boði for­set­ans efna hér til sam­ráðsfund­ar um orku­gjafa framtíðar­inn­ar. Til hóps­ins, sem ber heitið Young Global Lea­ders, var stofnað á vett­vangi Dav­os ráðstefn­unn­ar svo­nefndu. Mark­miðið er að kanna hvernig hægt er að sam­eina ólíka krafta til að ná ár­angri í glím­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar og stuðla að upp­götv­un­um sem skapað geti nýja orku­gjafa í framtíðinni. Sam­ráðsfund­inn sit­ur einnig hóp­ur fjár­festa sem beita sér í þágu mik­il­vægra þjóðfé­lags­verk­efna og er fyr­ir­hugað að leggja grund­völl að þróun verk­efna í orku- og um­hverf­is­mál­um.

Fjórði þátt­ur­inn er að koma á víðtækri sam­vinnu milli ís­lenska vís­inda­sam­fé­lags­ins og ým­issa virt­ustu há­skóla ver­ald­ar. Nú þegar hef­ur verið gengið frá sam­komu­lagi milli Col­umb­ia há­skól­ans í Banda­ríkj­un­um og Há­skóla Íslands sem und­ir­ritað verður þriðju­dag­inn 13. júní kl. 12:15 á Nordica hót­el­inu. Fjöl­miðlum er heim­ilt að vera viðstadd­ir þá und­ir­rit­un. Í síðasta mánuði var und­ir­ritaður samn­ing­ur milli Ohio State Uni­versity, sem er einn stærsti há­skóli Banda­ríkj­anna, og þriggja ís­lenskra há­skóla, Há­skóla Íslands, Há­skól­ans á Ak­ur­eyri og Land­búnaðar­há­skól­ans, um rann­sókn­ir á land­græðslu til að draga úr hætt­um á lofts­lags­breyt­ing­um.

Auk þess­ara fjög­urra þátta hef­ur Rann­sóknaþing Norðurs­ins fjallað ít­ar­lega um breyt­ing­ar á um­hverfi og lofts­lagi á norður­slóðum en það var stofnað árið 2000 á grund­velli til­lagna sem for­seti Íslands flutti í ræðu í há­skól­an­um í Rovaniemi í Finn­landi. Rann­sókn­arþing Norðurs­ins kem­ur næst sam­an í byrj­un októ­ber í Finn­landi og Svíþjóð. Aðalskrif­stofa þess er í hönd­um Há­skól­ans á Ak­ur­eyri og koma þátt­tak­end­ur frá öll­um Norður­lönd­um, Rússlandi, Banda­ríkj­un­um og Kan­ada. Á norður­slóðum gæt­ir áhrifa lofts­lags­breyt­inga meira en í öðrum hlut­um heims, hlýn­un er þar mun hraðari en ann­ars staðar og bráðnun jökla til vitn­is um örar breyt­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert