Kröfu um að saksóknari beri vitni í Baugsmáli hafnað

Sigurður Tómas Magnússon í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Sigurður Tómas Magnússon í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, hafnaði í dag kröfu verjenda tveggja sakborninga í Baugsmálinu um að Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu beri vitni fyrir dómi, ásamt Helga I. Jónssyni, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Verjendur hafa ekki tekið ákvörðun um hvort þessi úrskurður verður kærður til Hæstaréttar.

Verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar vildu að saksóknari og dómstjóri bæru vitni til að upplýsa um samskipti sín í aðdraganda þess að gefin var út endurákæra vegna ákæruliða sem vísað var frá dómi. Telja verjendur að með samskiptum sínum við dómstjórann hafi Sigurður Tómas haft afskipti af því hver skipaður hafi verið dómari í málinu.

Allir sakborningar í Baugsmálinu hafa krafist þess að nýrri ákæru í málinu verði vísað frá dómi. Á málflutningur um þá kröfu að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag en það gæti frestast ef úrskurður dómarans frá í dag verður kærður til Hæstaréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka