Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn héldu hvor í sínu lagi fundi í kvöld þar sem málefnasamningur meirihlutasamstarfsins í borginni var kynnt fyrir flokksmönnum. Á morgun stendur svo til að kynna áherslurnar fyrir almenningi.
Að sögn Björns Inga Hrafnssonar, leiðtoga Framsóknarmanna í Reykjavík, gekk fundurinn vel og taldi hann flokksmenn sína hafa tekið vel í þær hugmyndir sem lagðar verða fram á morgun. Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem tekur við embætti borgarstjóra á morgun, taldi að sama skapi von á góðum viðbrögðum sinna manna er haft var samband við hann rétt fyrir fundinn sem fram fór í Valhöll í kvöld.