Heimsóknum á mbl.is hefur fjölgað frá síðustu fjölmiðlakönnun

Heimsóknum á vefsvæðið mbl.is hefur fjölgað umtalsvert frá því í október, samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun sem IMG Gallup hefur gert. Þátttakendur í könnuninni heimsóttu vefinn að jafnaði 6,8 sinnum á viku en í apríl voru heimsóknirnar 5,3 að meðaltali á viku.

Tveir aðrir vefir voru með í könnun IMG Gallup, ruv.is og textavarp.is. Nú sögðust þátttakendur fara 1,6 sinnum á viku að jafnaði inn á vefinn ruv.is en í október fór hver að meðaltali 1 sinni í viku inn á ruv. Vefurinn textavarp.is var heimsóttur 1 sinni að jafnaði nú en 0,9 sinnum í október.

Könnunin var dagbókarkönnun vikuna 18.-24. maí þar sem spurt var um sjónvarp, dagblöð, tímarit, netmiðla og umhverfismiðla. Í úrtakinu voru 1.420 Íslendingar á aldrinum 12-80 ára, valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Endanlegt úrtak: var 1.333 og fjöldi svara 618. Nettó svarhlutfall var 46,4%.

Morgunblaðið var með 54,3% meðallestur á tölublað sem er veruleg aukning frá síðustu mælingu eða um 4%. Þegar taldir eru saman allir þeir sem lásu eitthvað í vikunni nær Morgunblaðið til 79,1% landsmanna.

Fjölmiðlakönnun Gallup

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert