Ellefu hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Frá athöfninni á Bessastöðum í dag.
Frá athöfninni á Bessastöðum í dag. mbl.is/Ómar

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi í dag ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, að því er segir í tilkynningu frá forsetaembættinu. Voru heiðursmerkin veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Þeir sem hlutu í dag heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu eru:

1. Anh-Dao Tran, kennslufræðingur og verkefnisstjóri, Kópavogi, riddarakross, fyrir störf í þágu nýrra Íslendinga og íslensks fjölmenningarsamfélags.

2. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna.

3. Gunnar Kvaran, prófessor og sellóleikari, Seltjarnarnesi, riddarakross, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.

4. Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu kirkju og samfélags.

5. Jóhannes Bergsveinsson, fv. yfirlæknir, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu áfengis- og vímuefnasjúklinga.

6. Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf að vörslu og kynningu íslenskra þjóðminja.

7. Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, Hafnarfirði, riddarakross fyrir frumkvæði í menntamálum

8. Ólafur Ragnarsson, útgefandi, Reykjavík, riddarakross, fyrir framlag til íslenskrar bókaútgáfu.

9. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu dýralækninga og sjúkdómavarna.

10. Vilhjálmur Einarsson, Ólympíumethafi og fv. skólameistari, Egilsstöðum, riddarakross, fyrir framlag í þágu íþrótta og uppeldis.

11. Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu menningar og leiklistar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert