Skrautleg fiðrildi, svonefnd aðmírálsfiðrildi, flögruðu í Flóanum á Suðurlandi í dag. Slík fiðrildi flækjast stundum til Íslands en fjölga sér ekki hér og lifa veturinn ekki af. Náttúrulegt útbreiðslusvæði aðmírálsfiðrilda er í Suður-Evrópu, Norður-Afríku, á Mið-Atlantshafseyjum og í Norður-Ameríku.