Margt hefur náðst en enn er langt í jafnrétti

Droplaug Margrét Jónsdóttir
Droplaug Margrét Jónsdóttir mbl.is/Ómar

Kvenréttindadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag en hinn 19. júní árið 1915 fengu íslenskar konur eldri en 40 ára kosningarétt. Í tilefni dagsins ræddi Sigríður Víðis Jónsdóttir við mannfræðinginn Droplaugu Margréti Jónsdóttur sem borið hefur saman hugmyndafræði Rauðsokkahreyfingarinnar, Kvennalistans og Femínistafélags Íslands. Droplaug spyr: Hverju hefur baráttan skilað?

Grundvallarmunur er á hugmyndafræði femínískra hreyfinga nú og áður, hvað varðar skilgreiningar á konum og körlum. Önnur hugmyndafræði og baráttumál eru að stórum hluta þau sömu. Margvíslegur árangur hefur náðst en hægt þokast á öðrum sviðum.

Svo segir Droplaug Margrét Jónsdóttir sem fékk hugmynd að meistaraprófsverkefni sínu í mannfræði út frá samtölum við móður sína. "Mamma var virk í starfi Kvennalistans og mér fannst á henni að það sem ég talaði um í dag væri það sama og hefði brunnið á henni," útskýrir Droplaug sem ákvað í framhaldinu að bera ítarlega saman hugmyndafræði þriggja femínískra hreyfinga frá ólíkum tímabilum: Rauðsokkahreyfingarinnar sem var virk frá 1970-1982, Kvennalistans sem stofnaður var árið 1983 og Femínistafélags Íslands sem starfað hefur síðan 2003. Markmiðið var að skoða hver væru helstu baráttumálin í dag, hvort um sömu mál væri að ræða og áður eða hvort ný hreyfing einbeitti sér að nýjum baráttumálum.

Droplaug útskrifast frá Háskóla Íslands á laugardag og vann lokaverkefnið undir handleiðslu dr. Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur. Ritgerðin ber nafnið Vitund vaknar: Hugmyndafræði í íslenskri kvennabaráttu 1970-2006.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka