Skólameistari MA leggur til aukið frjálsræði skóla

Jón Már Héðinsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri ásamt nokkrum nýstúdentum
Jón Már Héðinsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri ásamt nokkrum nýstúdentum mbl.is/Skapti
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is
JÓN Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, sagði við brautskráningu nýstúdenta 17. júní að MA ætlaði að bjóða þeim nemendum sem gætu og vildu að ljúka skólanum á þremur árum en til þess að það yrði fært þyrfti ráðuneyti menntamála að setja einföld viðmið varðandi stúdentspróf.

Skólameistari leggur til að stúdentsprófið hafi 40% kjarna bundinn í íslensku, stærðfræði og ensku og hver skóli ráði hlutföllunum innan kjarnans sem og öllum öðrum áherslum í stúdentsprófinu. "Það mun leiða til mikillar grósku og aukinnar ábyrgðar og allir sem í skólunum starfa verða þátttakendur. Ráðherra menntamála hefur sagt að ráðuneytið eigi að móta meginlínur í samráði, en það eigi ekki að segja hverjum skóla fyrir um hvað hann eigi að gera og hvernig. Það er djörf pólitísk yfirlýsing og hún höfðar til framsýnar og áræðis okkar sem í skólunum störfum og hvetur okkur til að takast á við það verkefni að leiða skólann til nýrra tíma í sátt við samfélagið," sagði Jón Már, og bætti við: "Á Íslandi þurfum við að vanda vel til hvers stúdents vegna þess hve fá við erum og allir þurfa að leggja sig fram um menntun þeirra. Í menntun eigum við að keppa við aðrar þjóðir í gæðum ekki magni."

Jón már nefndi einnig framhaldsskólamál í Eyjafirði. "Við á Eyjafjarðarsvæðinu þurfum að varast að láta etja okkur saman vegna skólamála. Þessi misserin er rætt um stofnun framhaldsskóla út með firði. Það er enn ekki ljóst hvar eða hvernig. Ef hér á að vera tilboð sem ungu fólki á að hugnast eigum við sem störfum í framhaldsskólunum á Akureyri að vinna með skólafólki út með firði og jafnframt þarf að kanna vilja nemenda á svæðinu. Skólamál í Eyjafirði eiga ekki að vera pólitískar skrautfjaðrir, skólafólk í Eyjafirði á að móta í sameiningu tillögur að skipulagi skólastarfs á svæðinu.

Hver skóli verður eftir sem áður að rökstyðja tilveru sína fyrir þeim sem hann vill þjóna og fyrir ráðuneyti til þess að fá fjármagn til starfseminnar."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert