Tekinn á 153 km hraða

Lögreglan stöðvaði akstur ungs ökumanns fólksbifreiðar á Raknardalshlíðinni við Patreksfjörð í kvöld en hann mældist á 153 km hraða, hámarkshraði á þessum kafla er 90 km. Að sögn lögreglu er þetta við mesta hraða sem mældur hefur verið í þessu embætti og flokkast sem vítaverður þar sem margar beygjur og blindhæðir eru á þessum kafla. Ökumaður má búast við eins mánaðar sviptingu ökuréttinda og 50 þúsund króna sekt að sögn lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka