Tekinn á 153 km hraða

Lög­regl­an stöðvaði akst­ur ungs öku­manns fólks­bif­reiðar á Rakn­ar­dals­hlíðinni við Pat­reks­fjörð í kvöld en hann mæld­ist á 153 km hraða, há­marks­hraði á þess­um kafla er 90 km. Að sögn lög­reglu er þetta við mesta hraða sem mæld­ur hef­ur verið í þessu embætti og flokk­ast sem víta­verður þar sem marg­ar beygj­ur og blind­hæðir eru á þess­um kafla. Ökumaður má bú­ast við eins mánaðar svipt­ingu öku­rétt­inda og 50 þúsund króna sekt að sögn lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert