Tjón álversins væntanlega bætt að mestu

Hér sést innan úr kerskála 3.
Hér sést innan úr kerskála 3. mynd/Alcan

Vinna við mat á tjóni og undirbúning viðgerða í kerskála 3 er kominn í fullan gang og ljóst er að mikill hugur er í starfsfólki svo framleiðslan í skálanum geti komist í gang að nýju sem fyrst segir í tilkynningu frá Alcan.

Fram kemur að nokkurn tíma muni taka að leggja heildstætt mat á tjónið, en þó er viðbúið að það geti orðið yfir milljarður króna. Hins vegar er fyrirtækið vel tryggt og búist er við að tryggingar bæti stærstan hluta tjónsins.

„Þrátt fyrir að bilunin sé mikið áfall, er viðbúið að framleiðsla álversins í Straumsvík verði 90% af áætlaðri ársframleiðslu á þessu ári, sem eru að sjálfsögðu góðar fréttir. Í fréttatilkynningu frá móðurfélagi Alcan kemur fram, að áætlað framleiðslutap sé aðeins um 1% af framleiðslugetu samsteypunnar á árinu,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert