Vill samkeyra bannmerkingar símaskrár og þjóðskrár

mbl.is/Ásdís

Símafyrirtæki ættu að keyra saman skrár sínar yfir bannmerkingar við bannskrá þjóðskrár, að mati Skúla Guðmundssonar, skrifstofustjóra þjóðskrár.

Bannskrár símafyrirtækja og þjóðskrár fela báðar í sér bann við markaðssetningu gagnvart þeim sem hafa skráð sig en bannið er þó misvíðtækt.

Bannmerking í símaskrá felur í sér að markaðssetning í gegnum síma er óleyfileg en skráning á bannskrá þjóðskrár felur hins vegar í sér að hvers konar markaðssetning, hvort sem er í gegnum síma, póst eða með öðrum aðferðum, er óheimil gagnvart hinum skráða. Þeir sem skrá sig hjá þjóðskrá banna þar af leiðandi markaðssetningu í gegnum síma.

Alls eru um 136 þúsund símanúmer bannmerkt hjá símaskránni en um 23 þúsund manns eru á bannskrá þjóðskrárinnar.

Skýrari verkaskipting

Markaðssetning gagnvart þeim sem hafa skráð sig á slíka lista er óheimil samkvæmt ákvæðum bæði fjarskipta- og persónuverndarlaga auk þess sem lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga kveða á um slíkt bann. Brot á slíkum reglum geta því heyrt undir bæði Póst- og fjarskiptastofnun og Persónuvernd og að mati Björns Geirssonar, lögfræðings hjá Póst- og fjarskiptastofnun, væri heppilegra að úrlausn þessara mála væri á hendi eins stjórnvalds eða verkaskiptingin milli þeirra að minnsta kosti gerð skýrari en hún er í dag.

Sjá fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert