Íbúar í Reykhólahreppi kvörtuðu í gærmorgun vegna þess að herþotum var flogið í lágflugi yfir Gufudalssveitinni og víðar. Á þessu svæði eru arnaróðul og komst talsverð styggð að örnunum að því er fram kemur á vef Reykhólahrepps. Greint er frá þessu á vef Bæjarins besta.
Þar kemur einnig fram, að af þessu tilefni hefur varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins verið send skrifleg fyrirspurn og er vonast til þess að svör fáist fljótlega.