Krefjast áætlunar um baráttuna við mansal

Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skora á Norrænu ráðherranefndina að útbúa sameiginlega norræna verkefnaáætlun í baráttunni við mansal. Hún eigi bæði að miða að því að skilvirkari aðgerðum gegn mansali og markvissri viðhorfsbreytingu gegn vændi, að því er segir í tilkynningu.

Í tillögunni, sem lögð var fram á þingi Norðurlandaráðs í Færeyjum í dag, er áhersla lögð á að mansal feli í sér alvarleg brot á mannréttindum. „Að mati Sameinuðu þjóðanna eru fórnarlömb mansals á ári hverju rúmlega 800.000 manns. Mansal er sá angi af skipulagðri glæpastarfsemi sem vex hvað hraðast. Hagnaður af slíkum viðskiptum nemur gríðarlegum fjárhæðum.

Jafnaðarmenn vísa til nokkurra aðgerða, sem hægt er að grípa til í baráttunni við þessa tegund glæpa. Þar á meðal að styrkja alþjóðlegt samstarf lögreglu, efla fyrirbyggjandi starf í þeim löndum sem konurnar koma frá og rýmka dvalarleyfi á Norðurlöndunum fyrir fórnarlömb mansals," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert