55% ánægð með ákvörðun Halldórs

Yfir helmingur þjóðarinnar er ánægður með þá ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar að hætta í stjórnmálum og nærri tveir af hverjum þremur eru ánægðir með að Geir H. Haarde taki við sem forsætisráðherra, að því er fram kemur í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups.

Þar kemur fram að 55% aðspurðra eru ánægð með ákvörðun Halldórs, 35% hvorki ánægð né óánægð en 10% segjast vera óánægð með ákvörðun hans. Einnig var spurt út í þá ákvörðun Guðna Ágústssonar að sitja áfram sem varaformaður Framsóknarflokksins og sögðust 49% vera ánægð með hana, 35% voru hvorki ánægð né óánægð en 16% sögðust vera óánægð. Einnig var spurt hvernig fólki fyndist hafa verið staðið að afsögn Halldórs og sögðu 43% að vel hefði verið staðið að henni, 16% að hvorki vel né illa hefði verið staðið að henni og 41% að illa hefði verið að henni staðið. Þá sögðust 64% aðspurðra vera ánægð með að Geir H. Haarde tæki við embætti forsætisráðherra, 19% sögðust hvorki ánægð né óánægð en 17% voru óánægð með breytinguna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert