Ólafur Ragnar aðalræðumaður á Heimsþingi Lions-hreyfingarinnar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Ómar Óskarsson

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður aðalræðumaður á morgun á Heimsþingi Lions-hreyfingarinnar sem haldið er í Boston. Þingið sækja 15 þúsund fulltrúar hreyfingarinnar víða að úr veröldinni og er ætlað að móta áherslur í starfi hreyfingarinnar á heimsvísu.

Alþjóðaforseti Lions hreyfingarinnar, Indverjinn Ashok Mehta, bauð forseta Íslands að flytja aðalræðuna á heimsþinginu, að því er fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forseta. Í ræðu sinni mun Ólafur Ragnar fjalla um ,,mikilvægi frjálsra félagasamtaka á nýrri öld, breytingarnar sem orðið hafa á heimsmyndinni og hvernig ýmis verkefni á sviði hjálparstarfs geta skilað miklu árangri" eins og segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert