Vesturlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss

Vesturlandsvegur er nú lokaður við Grafarholt vegna umferðarslyss sem varð við gatnamót Vesturlandsvegar og Víkurvegar skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík varð árekstur á gatnamótunum og bílvelta í kjölfar hans og voru a.m.k. tveir einstaklingar fluttir slasaðir á sjúkrahús. Frekari upplýsingar um slysið eða það hversu lengi vegurinn verður lokaður liggja ekki fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka