Rigning um sunnan- og vestanvert landið

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan 10-15 m/s og rigningu um sunnan- og vestanvert landið en 8-13 og úrkomuminna norðaustanlands. Sunnan 5-10 og skúrir um sunnan- og vestanvert landið upp úr hádegi og styttir upp og léttir til norðaustanlands síðdegis. Suðvestan 3-8 og skúrir sunnan til á landinu á morgun en bjartviðri norðan til. Hiti 9-18 stig, hlýjast norðaustan- og austanlands síðdegis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert