Eldri kona slasaðist á mjöðm er hún festist í sjálfvirkri hringhurð við aðalinngang Kringlunnar á fimmta tímanum í gærdag. Konan var flutt á sjúkrahús og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík er talið að hún hafi mjaðmagrindarbrotnað.