"Þetta er komið yfir ákveðin þolmörk að margra mati og svo hátt eldsneytisverð getur haft áhrif á gangverk samfélagsins," segir Runólfur.
Runólfur segir eðlilegt að stjórnvöld grípi til aðgerða meðan heimsmarkaðsverð sé óvenju hátt. Það geti verið hagstjórnartæki til að draga úr gríðarlegri hækkun verðlags sem átt hafi sér stað undanfarið. Stjórnvöld hafi hins vegar ekki tekið vel í þá hugmynd. "Það er spurning hvort þetta muni á næstu vikum og mánuðum koma inn í samkomulag sem er búið að ná að hluta meðal aðila vinnumarkaðarins."
Runólfur segir að hluti svokallaðra bensínskatta sé eyrnamerktur vegaframkvæmdum. Hluti af aðgerðum stjórnvalda til þess að stemma stigu við þenslu sé hins vegar fólginn í því að draga úr vegaframkvæmdum. Í því ljósi sé jafnframt ekki óeðlilegt að dregið sé úr skattheimtunni á móti.