Lækkun bensínverðs getur verið hagstjórnartæki

Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is
HÁTT eldsneytisverð ætti að vera stjórnvöldum tilefni til að draga úr ofurskattlagningu á eldsneyti við núverandi aðstæður, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Ástæður hás eldsneytisverðs eru sagðar lágt gengi krónunnar gagnvart bandaríkjadal og hátt heimsmarkaðsverð.

"Þetta er komið yfir ákveðin þolmörk að margra mati og svo hátt eldsneytisverð getur haft áhrif á gangverk samfélagsins," segir Runólfur.

Ekki einangrað fyrirbrigði

"Það er því ekki hægt að líta á þetta sem einangrað fyrirbrigði, að það sé eðlilegt að verð hækki hér því það hækkar á mörkuðum erlendis. Þótt á liðnum árum hafi stórum hluta skattanna verið breytt úr hlutfallssköttum í fastar krónutölur er 24,5% virðisaukaskattur á bensíni og ríkissjóður tekur fleiri krónur af hverjum lítra nú en fyrir ári."

Runólfur segir eðlilegt að stjórnvöld grípi til aðgerða meðan heimsmarkaðsverð sé óvenju hátt. Það geti verið hagstjórnartæki til að draga úr gríðarlegri hækkun verðlags sem átt hafi sér stað undanfarið. Stjórnvöld hafi hins vegar ekki tekið vel í þá hugmynd. "Það er spurning hvort þetta muni á næstu vikum og mánuðum koma inn í samkomulag sem er búið að ná að hluta meðal aðila vinnumarkaðarins."

Runólfur segir að hluti svokallaðra bensínskatta sé eyrnamerktur vegaframkvæmdum. Hluti af aðgerðum stjórnvalda til þess að stemma stigu við þenslu sé hins vegar fólginn í því að draga úr vegaframkvæmdum. Í því ljósi sé jafnframt ekki óeðlilegt að dregið sé úr skattheimtunni á móti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka